fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Fréttir

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 20. október 2018 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum verið með hana í ansi mörg ár. Það var kveikt í henni fyrsta árið, þá var kveikt í henni á Þorláksmessu og ég hugsaði með mér „díses, náðu þeir henni á síðasta degi“. Svo komu nokkur ár þar sem hún var brennd. Svo hefur hún sloppið í nokkur ár, eins og í fyrra þá slapp hún,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í viðtali í þættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun.

IKEA-geitin, sem er sett upp í aðdraganda jóla skammt frá versluninni í Kauptúni í Garðabæ, er fyrir löngu orðin fræg fyrir að óprúttnir aðilar koma og kveikja í henni. Um er að ræða fyrirbæri sem á sér líka stað erlendis, jólageitin í bænum Gävle í Svíþjóð hefur verið brennd til kaldra kola nánast á hverju ári frá því hún var fyrst sett upp árið 1966. Hér má sjá myndband frá brunanum 2016, tekið skal fram að geitin í Gävle tengist ekki verslunum IKEA:

Geitin í Kauptúni er engin smásmíði, hún er sex metra há, átta metrar þegar hornin eru talin með, þyngdin er þrjú tonn þeg hún er þurr og 6 til 7 tonn í bleytu. Geitin er gerð úr hálmi sem er settur utan á greind, Þórarinn segir að grindin lifi af brunann. Hálmurinn er íslenskur: „Við keyrum austur í land og sækjum okkur strá. Þetta er íslenskur hálmur,“ segir Þórarinn. Utan á geitinni er svo mikið af LED-perum, því er hún mjög verðmæt og vill Þórarinn gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að hún verði aftur brennd niður, er þar á meðal notast við myndavélakerfi sem getur greint andlit:

„Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar. Síðast vorum við með verði allan sólarhringinn við geitina. Það eru líka komnir hreyfiskynjarar.“

Aðspurður hvað gerist ef einhver setti hreyfiskynjara í gang við geitina segir Þórarinn: „Þá gerist eins og í bíómyndunum, þá kemur allt í einu myndvél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna.“

Þórarinn var svo fenginn til að svara hvort það væri hægt að nota boga og ör með eldi til að kveikja í geitinni: „Það er bara svo mikið rok alltaf í Kauptúninu. Þú þyrftir að vera mjög góður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Í gær

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Í gær

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Í gær

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum