fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. október 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verktakar sem ósáttir eru við hvernig akstri fatlaðra er háttað hjá Strætó lögðu niður vinnu nú klukkan 11:00 og út daginn til að mótmæla. DV hefur áður fjallað um mál Prime Tours. Nú hefur komið á daginn að nokkrir bílar félagsins voru keyrðir ótryggðir.

RÚV birti frétt um að Prime Tours hefði keyrt á ótryggðum bílum í gær og í dag. Eftir að ábendingar bárust voru þeir teknir úr umferð samkvæmt Guðmundi Heiðari Helgasyni upplýsingafulltrúa. Vitað hefur verið af fjárhagsvandræðum Prime Tours lengi og aðrir verktakar mjög ósáttir við það að félagið fái að sinna þjónustunni og hafi verið teknir fram yfir aðra í úthlutun verktaka. Tvisvar hefur kærunefnd útboðsmála úrskurðað þeim í vil og Strætó skaðabótaskylda gagnvart þeim eins og DV hefur greint frá.

 

Jóhannes Svavar Rúnarsson
Framkvæmdastjóri Strætó.

„Lögreglan verður að sjá um það“

Arnar Þór Stefánsson hrl. var skipaður skiptastjóri fyrir Prime Tours eftir að gjaldþrotabeiðni var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skemmstu. Var það vegna vangreiðslu opinberra gjalda.

„Það er akstur enn þá og þangað til annað er ákveðið. Það að ljúka akstri er stór ákvörðun sem þarf að undirbúa í samráði við Strætó, enda eru viðskiptavinirnir viðkvæmur hópur fatlaðra einstaklinga“ segir Arnar.

Um ótryggðu bílana segir hann: „Við erum í upphafsaðgerðum núna og að athuga starfsmannamál, eignir, samninga og því um líkt. Það er ekki hluti af upphafsaðgerðunum að skoða hvern og einn bíl. Ég tók við fyrir tveimur dögum og á degi fjögur, fimm eða sex fer maður að huga að minni atriðum. Ég er að huga að stóru myndinni núna, þannig er verklagið í gjaldþrotaskiptum.“

Jóhannes Sævar Rúnarsson segist ekki hafa heyrt af því að bílarnir væru ótryggðir. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir mér“ sagði hann þegar blaðamaður DV hringdi. „Við höfum ekki umsjón með þessu og sjáum ekki hvaða bílar eru tryggðir. Menn sem keyra í þessari þjónustu fara að lögum. Almennt eru númer tekin af bílum ef þeir eru ótryggðir og lögreglan verður að sjá um það.“

 

Sagði skoðanir ekki koma verktökum við

Eitt af því sem verktakar hafa kvartað undan er að misræmis sé gætt varðandi gæðaskoðanir. Er þeim gert að setja bílana í slíkar skoðanir einu sinni á ári. Jóhannes hafnaði því í samtali við DV fyrr í mánuðinum og sagði að bílar Prime Tours gangi undir gæðaskoðanir hjá VSÓ líkt og aðrir.

Í fundargerð gæðaráðs akstursþjónustu frá 18. maí síðastliðnum var þetta rætt. Erlendur Pálsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó var fundarstjóri. Á þeim fundi er það skráð að „Erlendur segi ekki koma öðrum akstursaðilum við þó bíll hjá öðrum akstursaðilum hafi ekki verið skoðaður af VSÓ.“

Enn fremur bentu verktakar á að það væri hagsmunaárekstur að starfsmaður ynni hjá Strætó og hjá öðrum hagsmunaaðila líka, og átti þá við Prime Tours. Höfðu þeir áhyggjur af því að sá starfsmaður, sem ynni á talstöð, myndi ekki gæta hlutleysis við útdeilingu verkefna. Svaraði Erlendur því að allir starfsmenn talstöðvar ynnu eftir sama fyrirkomulagi.

Í samtali við DV segir Jóhannes að bílarnir séu gæðaskoðaðir hjá VSÓ en það sé þeirra að fylgjast með því en ekki annarra verkefna. Hann segir það jafn framt ekki rétt að starfsmaður hafi starfað hjá Strætó og Prime Tours á sama tíma.

„Það var starfsmaður ráðinn til okkar sem hafði áður unnið hjá Prime Tours“ segir hann.

Jóhannes gat ekki svarað hversu lengi þrotabú Prime Tours myndi sjá um aksturinn. „Það verður mjög stuttur tími.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund