fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 07:30

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, einn stofnenda Miðflokksins fordæmir í bloggi sínu á Eyjunni vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar og þingmenn í málefnum sem snúa að vanda útigangsmanna.

Bloggið ritar hann í kjölfar fréttar DV í gær um andlát Þorbjarnar Hauks Liljarsonar, sem lést á mánudag. Segir Sveinn Hjörtur að réttast væri að loka bragganum í Nauthólsvík eða Mathöllinni við Hlemm og hýsa frekar útigangsfólk.

Lestu einnig: Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“

ÚTIGANGSFÓLK DEYR !!

Þetta er svo sorglegt. Við sem þekkjum þetta erum alltaf að hamra á þessum mikla vanda útigangsmanna. Ár eftir ár, vetur eftir vetur. Já, senn kemur vetur. Frostið mun bíta og ennþá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu – og tapa – fólk deyr.
Það væri réttast að loka þessu bölvaða braggaskrýpi eða Mathöllinni við Hlemm til að svara ákalli þessa fólks. Breytum bragganum í heimili – tökum Mathöllina og opnum fyrir venjulegt fólk, ekki uppveðraðar snobbista. Ömurleg staðreynd að búið sé að eyða fé í braggann og Mathöllina.

Þingmaðurinn Samfylkingarinnar skammar borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna. Væri ekki nær að horfast í augu við staðreyndir um stöðuna og breyta strax? Þingmaðurinn ætti að skammast sín fyrir að snúa út úr og horfa á stöðuna!

Ég fordæmi vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar – hafið skömm fyrir vinnubrögð ykkar. Drattist til að koma niður úr fílabeinsturninum og horfa á lífið eins og það er hjá mörgum í Reykjavík!

Skammist ykkar!!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“