Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, einn stofnenda Miðflokksins fordæmir í bloggi sínu á Eyjunni vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar og þingmenn í málefnum sem snúa að vanda útigangsmanna.
Bloggið ritar hann í kjölfar fréttar DV í gær um andlát Þorbjarnar Hauks Liljarsonar, sem lést á mánudag. Segir Sveinn Hjörtur að réttast væri að loka bragganum í Nauthólsvík eða Mathöllinni við Hlemm og hýsa frekar útigangsfólk.
Lestu einnig: Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“
ÚTIGANGSFÓLK DEYR !!
Þetta er svo sorglegt. Við sem þekkjum þetta erum alltaf að hamra á þessum mikla vanda útigangsmanna. Ár eftir ár, vetur eftir vetur. Já, senn kemur vetur. Frostið mun bíta og ennþá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu – og tapa – fólk deyr.
Það væri réttast að loka þessu bölvaða braggaskrýpi eða Mathöllinni við Hlemm til að svara ákalli þessa fólks. Breytum bragganum í heimili – tökum Mathöllina og opnum fyrir venjulegt fólk, ekki uppveðraðar snobbista. Ömurleg staðreynd að búið sé að eyða fé í braggann og Mathöllina.Þingmaðurinn Samfylkingarinnar skammar borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna. Væri ekki nær að horfast í augu við staðreyndir um stöðuna og breyta strax? Þingmaðurinn ætti að skammast sín fyrir að snúa út úr og horfa á stöðuna!
Ég fordæmi vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar – hafið skömm fyrir vinnubrögð ykkar. Drattist til að koma niður úr fílabeinsturninum og horfa á lífið eins og það er hjá mörgum í Reykjavík!
Skammist ykkar!!