fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Ágústa Eva glímdi við áfallastreituröskun eftir atvik í Löður – „Þetta var eiginlega bara tifandi tímasprengja“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 06:14

Ágústa Eva.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli sem Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona höfðaði gegn bílaþvottastöðinni Löðri vegna atviks sem hún lenti í árið 2015 á bílaþvottastöð fyrirtækisins við Holtagarða.

Fjallað var um málið í Vísi á sínum tíma, en atvik málsins voru samkvæmt samtali Ágústu Evu við Vísi: „Þetta var í Löður í Holtagörðum. Þetta er svona röð bása sem eru opnir í báða enda. Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ segir Ágústa Eva í samtali við Vísi.

Ágústa Eva lenti á milli húddsins á bíl sínum og hurðarinnar sem þrýsti fast á líkama hennar. Lá hún bjargarlaus á bakinu á húddinu og kallaði á hjálp. Björn Þorvaldsson saksóknari var staddur á þvottastöðinni, heyrði köll hennar og kom henni til bjargar. Segja læknar að Ágústa Eva hafi verið hætt komin.

Í samtali við Fréttablaðið í gær gagnrýnir Ágústa Eva framkomu Löður eftir atvikið, fyrirtækið hafi lofað bót og betrun, en henni hafi blöskrað framkoman og viðmótið og því ákveðið að hún myndi fara í mál.

Það var eiginlega bara svona ásetningur um að reyna að loka þessu með ókeypis þvotti í nokkur skipti eða eitthvað svoleiðis og þau gerðu að mér fannst lítið úr atvikinu,“ segir hún. „Þegar maður er næstum því búinn að týna lífi sínu er það síðasta sem maður hugsar um að fá ókeypis þvott. Þetta var eigin­lega bara tifandi tíma­sprengja,“ segir hún við Fréttablaðið og bætir við að heppni sé að enginn hafi hreinlega dáið á þvottastöðinni á undan henni.

Segir hún fyrirtækið hafa brugðist öryggisskyldum sínum, en hún kærði málið tvisvar til lögreglu. Í kjölfarið voru hurðirnar innsiglaðar og eru þær, að hennar sögn, ekki í notkun í dag.

Afleiðingarnar gífurlegar líkamlega og andlega

Ágústa Eva segir atvikið hafa haft gífurlegar afleiðingar fyrir hana, bæði andlega og líkamlega. Hafi hún fengið mjög alvarlega áfallastreituröskun í kjölfarið og ekki getað sinnt vinnu í ár á eftir. Þurfi hún í dag að velja vandlega þau verkefni sem hún tekur að sér. „Ég hef þurft að finna nýjar leiðir til að sinna minni atvinnu og daglegu lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Í gær

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Í gær

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar