fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Formaður Skotvís fær morðhótun – „Þegar ég tek við stjórn landsins, verður illþýði eins og þú tekinn úr umferð“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 22:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áki Ármann Jónsson formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) fékk hótun í SMS-skilaboðum fyrr í kvöld, sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en morðhótun.

Áki Ármann tók við formennskunni 4. febrúar, en hann er líffræðingur að mennt og var áður veiðistjóri 1998-2003 og sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 2003-2017. Maður skyldi því ætla að Áki Ármann vissi um hvað hann er að tala, en augljóslega er konan sem sendi honum hótunina ekki sammála honum, en skilaboðin eru tvenn:

Áki Ármann, Eg heyrði viðtal við þig í fréttatíma RUV á mánudaginn. Þú sagðir að þetta væri síðasta haustkð sem rjúpnaveiðar væru aðeins leyfðar um helgar. Mér skildist eins og þú værir að reyna að æsa skotveiðimenn á móti mér,(myndgerð fyrir hreindýr.) Þú ert kanski aðallega á mannaveiðum? Ég veit nú ekki hvern fjandan Skotvís er að gera með einhvern tófu sérfræðing í forsvari fyrir sitt félag. Veistu ekki að tófan er versti keppinautur skotveiðimanna um rjúpuna? Það er þessi friðun ykkar á tófunni sem er að verða búin að legggja allt fuglalíf í landinu í rúst. Svo ert þú að gera mönnum vonir um auknar rjúpnaveiðar. Kemur úr hörðustu átt. Þvert á móti verður hægt að auka veiðarnar þegar ég tek við stjórn landsins. Þá verðir tófustofninum útrýmt og illþíði eins og þú tekin úr umferð. [Nafn sendanda]

Þið reynið að troða ykkur í öll félagasamtök til að spinna Náhirðarnetið. Þið verðið stoppuð af með drápin og þið skjluð bara sýna æðruleysi og skammast ykkar og taka afleiðingum gjörða ykkar. Þið eruð eins og minkurinn drepið bara til að drepa. Nú er komið mál að linni. [Nafn sendanda]

Áki Ármann segir í samtali við DV að hann hafi einu sinni áður fengið hótun. „Árið 2003 þegar ég var veiðistjóri fékk ég nafnlaust bréf með sundurklipptum stöfum eins og í bíó, það var pro.“

Tilkynnti Áki Ármann það bréf á sínum tíma til lögreglunnar á Akureyri, og sama hyggst hann gera með skilaboðin sem hann fékk í kvöld, tilkynna þau til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks