fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Segir að gostíðni í Kötlu geti verið að aukast og að eldsupptök verði á fleiri stöðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. október 2018 05:45

Kötlugos 1918. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 100 ár liðin frá því að gos hófst í Kötlu. Af því tilefni var rætt um Kötlu og Kötlugos í Kastljósi RÚV í gærkvöldi. Meðal þeirra sem var rætt við var Bergrún Arna Óladóttir, doktor í gjóskulagafræði, Bergrún sagði að vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á kvikuaðfærslukerfinu undir Kötlu. Þetta geti þýtt að gostíðnin muni aukast og eldsupptökin verði á fleiri stöðum.

Í gegnum aldirnar hefur Katla að meðaltali gosið á 47 ára fresti en nú eru sem sagt liðin 100 ár frá síðasta gosi. Bergrún sagði að það væru engin ný tíðindi að langt goshlé væri í Kötlu. Hún sagði að nýlegar efnagreiningar á gjóskulögum úr eldfjallinu megi túlka þannig að kvikuaðfærslukerfið sé að breytast og það megi tengja við gostíðni.

Á sögulegum tíma hefur gjóskutíðnin verið fremur lág og það sama á við um gjóskuframleiðni. Hún sagði að vísbendingar væru um að löng goshlé verði þegar kvikuaðfærslukerfi séu að breytast og það geti þýtt að gostíðnin aukist og eldsupptök verði á fleiri stöðum en ekki sé hægt að segja til um hvenær það gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“