fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Eiga aldraðir Íslendingar að lifa á eitruðum matvörum síðustu ævidaga sína?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiga aldraðir Íslendignar að lifa á eitruðum matvörum síðustu ævidaga sína? Stórt er spurt en þessari spurningu varpar Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra og alþingismaður, fram í grein í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Opið bréf til sjálfstæðis- og framsóknarmanna“.

Tilefni greinarskrifanna er að nýlega las Sighvatur í Morgunblaðinu að Íslendingar, og þá aðallega eldri borgarar, hafi keypt sér húsnæði á Spáni fyrir 1,7 milljarða. Fólkið ætli að búa og dveljast í þessu húsnæði til einhverrar frambúðar.

Síðan varpar Sighvatur fram spurningu til sjálfstæðis- og framsóknarmanna:

„Og á hverju ætlar þetta fólk sér að lifa? Á fæðu, sem þið hafið um áratugi varið íslensku þjóðina fyrir sakir hættulegra eituráhrifa.“

Segir Sighvatur og bætir við að honum séu minnisstæð ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, fyrrum ráðherra, um þá sýkingahættu sem stafar af erlendum mat. Hann segist heldur ekki hafa gleymt mörgum lýsingum Páls Pétursson, fyrrum ráðherra og eiginmanns Sigrúnar, á þeim skelfilegu afleiðingum sem yrðu ef Íslendingar færu að borða slíkt eitur sem útlendur matur er. Síðan víkur hann að landbúnaðarráðherrum Sjálfstæðisflokksins sem Sighvatur segir að hafi gert sitt besta til að vernda þjóðina fyrir þeirri skelfilegu hættu sem fylgir útlendu kjöti og útlöndum almennt.

„Meira að segja 200 prósenta tollar hafa ekki dugað til sóttvarnar – a.m.k. ekki vel. Hvers eiga gamlir að gjalda? Og nú á gamla fólkið á Íslandi að eyða síðustu ævidögum sínum í að lifa á þessum eitruðu vörum. Og enginn valdsmaður segir neitt. Lætur eins og honum – eða henni – komi málið ekkert við. Gerir ekki einu sinni kröfu til þess að gamla fólkið flytji með sér matvörur að heiman. Sem er þó þekkt frá fyrri tíð – þegar ég var ungur maður. Þá fóru Íslendingar alltaf með mat með sér þegar þeir fóru til útlanda. Hangiket, saltket, saltfisk, siginn fisk, skötu, harðfisk – og meira að segja hákarl líka.“  

Segir Sighvatur en ekki er laust við að greina megi háð í grein hans sem beinist greinilega gegn þeirri verndarstefnu sem rekin hefur verið hér á landi til að koma í veg fyrir innflutning á kjötvörum. Hann lýkur síðan grein sinni með þessum orðum:

„Hvað hefur breyst? Eru verðir hinnar hollu fæðu að bregðast eldri borgurum? Ætla þeir að láta þá sitja uppi á Spánarströndum í miðpunkti eituráhrifa hinna bölvuðu fæðutegunda og umbera það líf og heilsutjón sem af því mun hljótast – eða hyggjast valdsmenn okkar samfélags grípa í taumana og stemma á að ósi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björgólfur Guðmundsson er látinn

Björgólfur Guðmundsson er látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm