fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Teitur: Hamborgarinn kostaði 4.900 krónur á hótelinu – Ferðamaðurinn missti andlitið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bandaríkjamaður missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðurausturlandi. Honum datt ekki í hug að borga það. Ég veit líka um hjón sem borðuðu frekar samlokur á herberginu sínu en að snæða á veitingastað hótelsins sem þau dvöldu á. Þeim ofbauð svo verðlagið á matnum.“

Þetta segir Teitur Úlfarsson í nýjasta tölublaði Mannlífs en þar er fjallað um verðlag á Íslandi með tilliti til efnaðra ferðamanna sem koma hingað til lands. Þótt samdráttar hafi orðið vart í ferðaþjónustu að undanförnu kemur fram í greininni að ekki hafi dregið úr eftirspurn eftir lúxusferðum til Íslands en Teitur hefur meðal annars boðið upp á þesskonar ferðir fyrir erlenda ferðamenn. Þótt um efnaða viðskiptavini sé að ræða er nokkuð ljóst að þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er.

„Því enda þótt fólk sé vel stætt þá hvarflar ekki að því að eyða peningum í vitleysu,“ segir Teitur.

Þá segja ferðaþjónustuaðilar sem Mannlíf ræddi við að kúnnar hafi tekið eftir breytingum á verðlagi. Það hafi hækkað mikið á undanförnum árum. Þá segir Teitur Þorkelsson hjá Iceland Unplugged að fólk fari í styttri ferðir en áður, jafnvel bara dagsferðir, sem verður til þess að ákveðin landsvæði verða útundan.

„Í sumar tók maður til dæmis eftir því að færri fóru austur fyrir Jökulsárlón og austur fyrir Húsavík. Jafnvel bara nokkrar hræður á geggjuðum stað eins og Ásbyrgi. Það styttir kannski upphaflega áætlun um 5 eða 7 daga ferð um 1-3 daga þegar það sér kostnaðinn. Hann hefur náttúrulega aukist vegna styrkingar krónunnar,“ segir Teitur.

Umfjöllunina má nálgast á síðu 2 í Mannlífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“