fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Íslensk ungmenni lýsa furðulegu atviki á miðvikudag – „Hann gekk upp að dyrunum og þá komu sex lögreglumenn og handtóku hann“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. október 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungmenni í Reykjavík lentu í undarlegri uppákomu á miðvikudagskvöld. Mættu þau breskum manni í Krambúðinni við Skólavörðustíg og var hann mjög ölvaður og lét illilega. Kvöldið endaði með því að hann gekk sjálfviljugur en óafvitandi inn á lögreglustöðina við Hlemm með fulla vasa af fíkniefnum.

Flaggaði stolnu áfengi og fíkniefnum

Ungmennin fjögur voru í Krambúðinni þegar þau sá ungan og hraustlegan mann í jakkafötum, reyndist hann vera breskur. Í samtali við DV segja þau hann hafa verið mjög ölvaðan og reynt að stofna til slagsmála við íslenskan viðskiptavin búðarinnar. Hann hafði stolið víni af hótelinu sem hann gisti á og fór ekki leynt með það. Ekki frekar en fíkniefnin sem hann hafði á sér, bæði gras og hvítt efni í poka.

„Hann byrjaði að tína upp úr vösunum og setja á bretti þarna fyrir utan búðina. Hann bauð öllum sem voru þarna áfengi,“ segir ungur maður.

Maðurinn fór að spjalla við ungmennin og bað þau um að skutla sér niður á BSÍ þar sem hann átti að taka flugrútuna út á Keflavíkurflugvöll. Sagðist hann vera hjartalæknir en við eftirgrennslan kom í ljós að hann starfar fyrir svissneskt fyrirtæki sem framleiðir lækningatæki. Var hann hér á Íslandi í einn dag til að kynna vörur á Landspítalanum. Átti hann flug til Lundúna.

 

„Þetta er hótelið þitt“

Í bílnum sagði hann að töskunni sinni, með síma og læknatækjum, hefði verið stolið  en síðan að hann hlyti að hafa gleymt töskunni á bar. Bauð hann ungmennunum 500 sterlingspund fyrir að hjálpa honum að leita.

„Okkur fannst þetta mjög langsótt enda var hann blindfullur. Við sáum á miðanum hans að hann átti að verða sóttur fyrir framan hótelið sitt, nálægt Hallgrímskirkju, en hann vildi þá ekki fara út úr bílnum, jafnvel eftir að rútan hans fór. En þá bauð hann okkur pening til að skutla sér út á völl. Þá sögðumst við ætla að keyra hann á annað hótel.“

Ungmennin keyrðu þá rakleiðis með manninn á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Einn ungur maður segir:

„Þegar við keyrðum að stöðinni sagði ég við hann: „This is your hotel“ og síðan fórum við öll út úr bílnum. Lögreglumaður kom og talaði við hann. Hann gekk upp að dyrunum og þá komu sex lögreglumenn og handtóku hann.“

Maðurinn var þá enn þá með fíkniefnin á sér fyrir utan poka af grasi sem hann skildi eftir í bílnum. Ungmennin afhentu lögreglunni pokann og héldu svo sína leið. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var maðurinn yfirheyrður og vistaður í fangageymslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá