fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Arnar segir uppeldi kvenna á drengjum stórhættulegt: „Sumir drekkja sér í vímu, aðrir velja að binda enda á líf sitt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. október 2018 13:57

Arnar Sverrisson, sálfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sverrisson, fyrrverandi yfirsálfræðingur geðdeildar á Akureyri, segir í pistli sem birtist á Vísi að það sé mjög varhugavert að einungis konur ali upp drengi. Hann segir að uppeldi kvenna á drengjum geti ýmis áhrif, allt frá óframfærni í kynlífi yfir í sjálfsvíg. Arnar hefur áður skrifað um málefni kynjanna en í nóvember sagði hann til að mynda að konur væru ofbeldisfyllri en karlar í tilhugalífi.

Arnar segir að karlkyns uppalendur séu því sem næst útdauðir. „Konur ráða því að miklu leyti ríkjum í heimi drengjanna. Við lifum nýja tíma í mannkynssögunni, þar sem börn af báðum kynjum eru nær einvörðungu alin upp af konum. Hver skyldu svo áhrifin vera? Býsna umhugsunarverð trúi ég. Stundum er talað um sálarkreppu föðurlausra drengja eða pilta, sem hafa ófullnægjandi tilfinningasamband við föður sinn eða ígildi hans,“ segir Arnar.

Hann segir að afleiðingar þessa geti verið að drengir verði óvelkomnir í heim karla. „Umræddir drengir eiga erfitt með að átta sig á kynímynd sinni. Í heimi kvennanna leitast sumir þeirra við að tileinka sér kvenlega hugsun og látæði og koma til móts við þarfir kvennanna. Algeng tilbrigði; sumir eru þvingaðir til að leika eins konar elskhuga- og húsbóndahlutverk ; sumir verða sálusorgarar mæðra sinna; sumir verða ofurháðir mæðrum sínum (konum) og reyna af öllu afli að „tillíkjast“ þeim; sumir skirrast við nálægð þeirra, nálægð verður þeim ógnvænleg. Þegar þessir drengja yfirgefa heim uppeldiskvennanna, virðast þeir stundum óvelkomnir í heim karlanna, sem þeir bera takmarkað skynbragð á. Algeng viðbrögð; draga sig til hlés, sýna óframfærni í kynlífi og vankunnáttu um samskipti kynjanna; sýna ungæðishátt í hátterni og hugsun; verða óábyrgir og skeytingarlausir; sýna lögum og reglum vanvirðu,“ segir Arnar.

Hann segir að þessi drengir kynnist karlmennsku í gegnum kvikmyndir og tölvuleiki sem gefi skakka mynd. „Heimi karlanna kynnast ofangreindir drengir sem sagt af viðhorfum uppeldiskvennanna. Þau sýnast oft og tíðum neikvæð, mörkuð skilningsleysi. Reynsluheimur karla er skiljanlega framandi konum. Drengir (og vitaskuld stúlkur einnig) kynnast karlmennskunni sömuleiðis í tölvuleikjum og kvikmyndum. Fjölmiðlar eru enn þá ein heimild þeirra um karlmennskuna. Venjulega eru karlmenn þar ýmist kynntir til sögu sem ofurhetjur, skúrkar eða kúgarar kvenna með ýmsum hætti, sbr. fréttaflutning RÚV,“ segir Arnar.

Hann segir að lokum þetta geti leitt til þess að drengirnir reyna að verða einhvers konar karlar í krapinu: „Fjarvera föður leiðir venjulega til skorts á nánum tengslum við karlmann og þess vegna skorts á náinni karlfyrirmynd. Þetta er jarðvegur ýmis konar truflana á sálinni, m.a. því að átta sig á, hvaða kyni þeir eiginlega tilheyri. Sumir hrekjast út í kynsamsömunarkreppu. Vel kann svo að vera, að ýgi drengja, sem alast upp meðal kvenna, megi rekja til ómeðvitaðra þarfa um að verða einhvers konar ofurkarl, karl í krapinu. Slíkt endar þó venjulega í hryggilegri og ofbeldisfullri skopstælingu. Lífið verður um megn. Þeir skammast sín fyrir kyn sitt og sjálfa sig, verða helteknir kynskömmustu. Sumir drekkja sér í vímu, aðrir velja að binda enda á líf sitt.Við hljótum að spyrja þeirrar spurningar; hvernig megi bæta úr? Ábyrgðin er okkar allra. En þegar stórt eru spurt, verður einatt fátt um svör. En vísbendingu er að fá í vönduðum vísindarannsóknum. Það hefur nefnilega þrásinnis verið sýnt fram á, að föðurnánd hafi góð og afgerandi áhrif á líf og sál drengja (og stúlkna að sjálfsögðu).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt