fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Þórdís svívirt fyrir að tilkynna Fanney og Svönu: „Heiftin og skammirnar sem ég fékk var slík að mér brá“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. október 2018 09:33

Fanney Ingvarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur segir að hún hafi orðið fyrir persónulegum árásum af samfélagsmiðlum eftir að í ljós kom að það var hún sem tilkynnti Fanney Ingvarsdóttur, ungfrú Ísland árið 2010 og bloggara, og Svönu Lovísu Kristjánsdóttur, ásamt fyrirtækjunum Origo og Sahara Media, til Neytendastofu. Stofnunin komast að þeirri niðurstöðu því að þiggja gjöf, myndavél, og auglýsa hana svo án þess að taka það sérstaklega fram hafi þær brotið lög um duldar auglýsingar.

Þórdís segir á Facebook-síðu sinni hver viðbrögð umræddra „áhrifavalda“ hafi verið. „Í gær birti ég hér á mínu Facebook-i þær gleðifréttir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun um duldar auglýsingar tveggja bloggara. Já því mér þykja þetta nefnilega gleðifréttir, óháð því hver á í máli, því það er aukaatriði. Lögin banna duldar auglýsingar en samt eru duldar auglýsingar alls staðar,“ segir Þórdís.

Sjá einnig: Fanney braut lög: „Sorglegt að Neytendastofa hafi elt mig uppi“

Hún segir að „áhrifavaldarnir“ hafi brugðist við með heift. „Í dag rigndi yfir mig svívirðingum á öllum miðlum. Nafnið mitt og mín persónulega færsla af Facebook frá því í gær birtist á Instagram hjá áhrifavaldi sem hefur tæplega 12 þúsund fylgjendur. Heiftin og skammirnar sem ég fékk fyrir það að senda ábendingar á Neytendastofu var slík að mér brá. Mergur málflutnings viðkomandi var sá hvernig ég dirfðist segja stjórnvöldum frá því að lögbrot séu framin, þvílík manneskja sem ég hlýt þá eiginlega að vera. Þau eru nefnilega öll svo heiðarleg, jafnvel þó búið sé að úrskurða um að svo sé ekki,“ segir Þórdís. Þó hún nefni ekki hver hafi deilt þessu á Instagram þá má nefna að Fanney er með 12 þúsund fylgjendur.

Þórdís segist furða sig á því að hún sé „vondi kallinn“ í málinu: „Neytendastofa hefur úrskurðað að þeir bloggarar sem fjallað var um í gær hafi brotið lög. Í þeim færslum sem stofnunin skoðaði uppfylltu þær ekki skilyrði laganna. Viðurlögin voru bann, þ.e. að þeim er bannað að gera þetta aftur. En ég er vondi kallinn, því ég sagði frá.. eða hvað?“

Þórdís segist þekkja þetta vel því hún skrifaði meistararitgerð sína um duldar auglýsingar. „Lang flestir bloggarar/áhrifavaldar/snapparar/instagrammarar eða hvað sem þá má kalla fá sendar gjafir, fá greiðslu, varning, hlunnindi eða annað frá fyrirtækjum og stundum er fjallað um vörurnar og stundum ekki. Ég eyddi mörgum mánuðum af lífi mínu í að grúska í þessum málum og afrakstur þeirrar vinnu var meistararitgerðin mín í lögfræði. Niðurstaðan var sú að réttarstaðan er skýr, duldar auglýsingar eru bannaðar. En af hverju eru þær þá svona algengar? Nú því margir áhrifavaldar vilja meina að það að fá afhenta rándýra myndavél, barnavagn, snyrtivörur eða annað teljist ekki greiðsla. Það er hins vegar ekki raunin,“ segir Þórdís.

Hún hvetur sem flesta að tilkynna duldar auglýsingar til Neytendastofu. „Mér finnst á mér brotið þegar ég les blogg, skoða Instagram eða Snapchat og vörur eru sýndar á hverju strái en einungis í undantekningartilvikum er tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Ég hef ítrekað tekið málið í mínar hendur og sent ábendingar á Neytendastofu og ég skammast mín ekkert fyrir það og hvet í raun alla neytendur til þess. Neytendastofa er nefnilega fjársvelt ríkisstofnun sem treystir mikið á ábendingar frá neytendum til að geta sinnt eftirlitshlutverki sínu,“ segir Þórdís.

Málefnið sé mikilvægt því að bloggararnir hafa áhrif á börn. „Þessi glansheimur sem áhrifavaldar sýna á sínum miðlum er heimur sem ég kæri mig ekki um að dætur mínar alist upp í. Allir þurfa að eiga allt, börn þjást af kvíða því þau eiga ekki nýjasta iPhone, alla nýju Maybelline snyrtivörulínuna, flottustu Bose heyrnatólin og eiga helst að drekka Nocco í öll mál. Áhrifavaldar EIGA að segja frá því hvers vegna þau eiga þessa hluti, þ.e. hvenær þau hafa ekki sjálf gengið inn í verslun og greitt fyrir vörur með sínum peningum,“ segir Þórdís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað