fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lektor við HR segir konur eyðileggja vinnustaði karla: „Konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. október 2018 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Sigurjónsson, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, segir innan lokaða Facebook-hópsins Karlmennskuspjallið að hann vilji síður vinna með konum eða hafa þær nærri sér. Samkvæmt vefsíðu HR kennir hann nokkra kúrsa í vetur, þar á meðal Raforkukerfi I og Kraftrafeindatækni.

Hann lét þessi orð falla í athugasemdum við mynd sem Eyjólfur Vestmann Ingólfsson deildi en myndina má í grófum dráttum lýsa sem ákalli til karla um að hætta að leiðbeina eða starfa einir með konum. Eyjólfur er helst þekktur fyrir að hafa tekið yfir stjórnmálaflokkinn Flokk heimilanna.

Myndin sem Eyjólfur deildi.

Kristinn segist mjög sammála skilaboðum myndarinnar. „Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi,“ segir Kristinn.

Eyjólfur svarar honum og segir: „Ég vil ekki hafa þetta svona, ég vil að konur og karlar vinni saman, en það er bara ekki svo auðvelt þegar það er hægt að eyðileggja þig bara upp úr þurru og án þess að þurfa að sanna nokkurn skapaðan hlut.“

Kristinn bætir þá við að hann vilji helst ekki starfa með konum. „Með viðhorfin eins og þau eru í dag, þá vil ég síður vinna með konum eða hafa þær nærri mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá