Ivan Rakitic, miðjumaður Barcelona er ánægður með nýjasta liðsfélaga sinn.
Philippe Coutinho gekk til liðs við félagið í gær fyrir 142 milljónir punda.
„Þetta er frekar hár verðmiði en svona er markaðurinn bara í dag,“ sagði Rakitic.
„Hann er frábær leikmaður og við munum taka honum opnum örmum. Ég hlakka mikið til að spila með honum,“ sagði hann að lokum.