fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Kristín Soffía opnar sig um læknadópið: Læknir taldi hana fíkil – „Ég lenti í hræðilegri reynslu“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hugsi yfir umræðunni nú um læknadóp en margir læknar hafa talað fyrir því að takmarka verulega aðgengi að slíkum lyfjum. Kristín Soffía segir að það gleymist oft að margir þurfa nauðsynlega á þeim lyfjum að halda.

„Ég á erfitt með þessa umræðu sem fer fram þessa dagana um „læknadóp“ – mér finnst stundum gleymast sá hópur sem virkilega þarf á þessum lyfjum að halda. Misnotkun lyfja og eiturlyfja er hrikaleg og við eigum að gera allt í okkar valdi til þess að hindra það að lyfin komist í rangar hendur eða þá að vöntun á stuðningi eða eftirliti við sjúklinga valdi ofnotkun og fíkn en það má ekki vera á kostnað sjúklinga sem notar þessi lyf í samráði við lækni á réttan hátt og á líf sitt undir,“ segir Kristín Soffía á Facebook-síðu sinni.

Hún segir að ef hún hefði ekki tekið lyf sem margir flokka sem læknadóp þá hefði hún ekki getað lifað. „Fyrir aðgerðina sem ég fór í í ágúst tók ég daglega Stesolid, Ketogan, Tramadol og Oxynorm. Þetta var eftir að ég komst í meðferð hjá verkjateymi Landspítalans. Ef ég hefði ekki tekið þessi lyf þá hefði ég ekki getað lifað. Ég var svo þjáð að ég sofnaði ekki heldur lognaðist útaf með hjálp svefnlyfja í bland við verkjalyfin. Ég sat stundum grátandi með klukkuna í hendinni að bíða eftir að geta tekið meira af verkjalyfjum. Þrátt fyrir þennan svakalega kokteil þá fór ég samt ítrekað upp á Landspítala í frekari verkjastillingu,“ segir Kristín Soffía.

Hún segist hafa lent í því að læknir taldi hana fíkil. „Við getum ekki talað um skert aðgengi án þess að hugsa um þann hóp sem það bitnar á. Ég lenti í hræðilegri reynslu uppi á bráðamóttöku þar sem að læknir taldi mig vera fíkil og fannst það ástæða til að koma illa fram við mig og senda mig burtu. Ég upplifði kvíðakast þegar lyfin voru að klárast – hræðsla við að ná ekki í réttan lækni á réttum tíma,“ segir Kristín Soffía.

Hún segir enn fremur að hugur hennar sé með þeim sem þurfa að lifa með verki á hverjum degi: „Ég tel lausnina ekki felast í því að takmarka þetta við vissa lækna heldur miklu frekar setja verkjastillingu í hendur heimilislækna sem þekkja sína sjúklinga. Það verður að vera hægt að leita á heilsugæslu en til dæmis vill minn heimilislæknir ekki skrifa upp á verkjalyf. Það þarf að fara fram fíknimat áður en þessu er uppáskrifað og þarf eftirfylgni með þeim sem fá þessi lyf og það þarf að hvetja til lyfjaskila. Ég fékk lausn minna mála og er laus undan öllum lyfjum en ég mun aldrei gleyma þessari lífsreynslu og hugur minn er hjá þeim sem þurfa að lifa við verki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“