fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hér búa fulltrúar launþega

DV kannar hvernig fulltrúar hinar ýmsu stétta búa

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 28. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV heldur áfram yfirferð sinni um hvar fulltrúar hinnar ýmsu stétta búa. Á dögunum var fjallað um hvar bankastjórar og forstjórar greiðsluþjónustufyrirtækja búa og er óhætt að fullyrða að mikið hafi verið um dýrðir á þeim vettvangi. Nú er komið að þeim sem berjast fyrir kjörum hinna vinnandi stétta.

Gylfi Arnbjörnsson

Gylfi kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni sem hagfræðingur kjararannsóknarnefdar árið 1989. Hann var síðan ráðinn framkvæmdastjóri ASÍ frá árinu 2001 en síðan kjörinn forseti sambandsins 24. október 2008.
Gylfi býr ásamt eiginkonu sinni, Arnþrúði Ösp Karlsdóttur, í Þorláksgeisla 23 í Grafarholtinu í Reykjavík. Íbúðina, sem er 132,6 fermetrar, keyptu þau í maí 2016. Kaupverðið var 43,25 milljónir króna.

Íbúðin kostaði 43,25 milljónir í maí 2016.

Þorláksgeisli 23, Reykjavík Íbúðin kostaði 43,25 milljónir í maí 2016.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ragnar var kjörinn formaður VR í mars 2017 og kom kjörið nokkuð á óvart. Áður hafði hann haldið uppi harðri stjórnarandstöðu í stjórn VR og starfað sem sölustjóri hjá Erninum. Ragnar Þór og kona hans. Guðbjörg Magnúsdóttir, fjárfestu nýlega í fasteign við Hraunbæ 61 í Árbænum. Þau kunna greinilega vel við sig í því hverfi því áður höfðu þau búið í minni íbúð í sömu götu.

Nýja íbúðin er 166,5 fermetrar að stærð og var kaupverðið 56 milljónir króna.

Ragnar Þór Ingólfsson fjárfesti á dögunum í þessu húsi í Árbænum.

Hraunbær 61, Reykjavík Ragnar Þór Ingólfsson fjárfesti á dögunum í þessu húsi í Árbænum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Elín Björg var kjörin formaður BSRB í október 2009, fyrst kvenna. Áður hafði hún setið í stjórn sambandsins í tvo áratugi og var formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Elín Björg er frá Þorlákshöfn og þar býr hún enn í dag ásamt eiginmanni sínum, Davíð O. Davíðssyni. Um er að ræða einbýlishús við Haukaberg 6 sem hjónin keyptu árið 1979.

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, hefur búið í þessu húsi ásamt fjölskyldu sinni síðan 1979.

Haukaberg 6, Þorlákshöfn Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, hefur búið í þessu húsi ásamt fjölskyldu sinni síðan 1979.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þórunn Sveinbjargardóttir, formaður BHM

Þórunn var kjörin formaður BHM í apríl 2015. Áður hafði hún setið í tólf ár á Alþingi Íslendinga, þar á meðal sem umhverfisráðherra 2007–2009.

Þórunn býr í 97,2 fermetra íbúð við Arnarás 17 í Garðabæ. Íbúðina keypti hún í ágúst 2007 og var kaupverðið 27,2 milljónir króna. Þórunn kann augljóslega vel við sig í hverfinu en áður hafði hún búið í sömu götu.

Hér býr Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM

Arnarás 17, Garðabæ Hér býr Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands

Ragnar Þór var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands í nóvemberbyrjun í fyrra. Þrír voru í framboði og hlaut Ragnar Þór 56,3 prósent atkvæða. Áður hafði hann starfað sem kennari um árabil og getið sér gott orð sem pistlahöfundur.

Ragnar Þór býr að Eskivöllum 9b í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Gyðu Hrund Jóhannesdóttur. Íbúðin eru í eigu leigufélagsins Heimavalla hf. og var leigan upphaflega 150 þúsund krónur á mánuði í júní 2013. Leigan endurskoðast á þriggja mánaða fresti í tengslum við vísitölu neysluverðs og má því reikna með að leigan sé um 162 þúsund krónur í dag.

Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, býr á Völlunum í Hafnarfirði.

Eskivellir 9b, Hafnarfirði Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, býr á Völlunum í Hafnarfirði.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti