fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sunna verður að komast heim: Þríhryggbrotin og lömuð eftir hræðilegt slys – Söfnun hrundið af stað

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, 30 ára, lenti í skelfilegu slysu á Malaga á Spáni föstudag þegar hún féll milli hæða á heimili sínu. Hún liggur illa slösuð á ríkissjúkrahúsi, þrí-hryggbrotin, lömuð frá brjósti, og óvíst um batahorfur, sérstaklega ef hún kemst ekki heim sem fyrst. Kostnaðurinn við að flytja Sunnu heim til Íslands er mjög mikill þar sem tryggingarnar eru ekki fyrir hendi og hefur nú verið hrundið af stað söfnun til að koma henni heim.

„Við foreldrar hennar eru hér úti hjá henni,” segir Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu, í samtali við DV. „Sunna er hér á gjörgæslu mikið slösuð og líðan hennar eftir því. Núna erum við að vinna að þvi að koma henni heim sem fyrst þar sem að hún fer beint a Landspitalann.”

Kostnaðurinn við að flytja Sunnu heim til Íslands er mjög mikill þar sem tryggingarnar eru ekki fyrir hendi og hafa aðstandendur og vinir hennar hrundið af stað söfnun til að koma Sunnu heim. Fjögurra ára dóttir hennar er nú þegar komin til landsins.

„Kostnaður við flutninginn heim er um 5,5 milljón króna,” segir Unnur. „Það er sjúkraflug með lækni og hjúkrunarkonu, akstur sjúkrabila af spítala á flugvöll og flutningur á spítala heima, þýðingar á sjúkraskýrslum og fylgd foreldra. Það er ekkert annað í boði þar sem það er ekkert beint flug frá Malaga til Íslands.“

Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.

Slysið átti sér stað á Malaga. DV greindi frá því í dag að maðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa átt þátt í slysinu er eiginmaður Sunnu og heitir Sigurður Kristinsson. Sigurður sagði í dag að lögreglurannsókn væri lokið og að hann væri laus allra mála.

„Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” segir Sigurður.

Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Sigurður sæti í gæsluvarðhaldi. Þá sagði einnig að Sunna hefði fallið fram af svölum. Sigurður segir að það hafi fyrst og fremst verið skelfilegt að vera í fangelsi meðan kona hans var þungt haldin á sjúkrahúsi. Á laugardaginn sagði Fréttablaðið svo frá því að Sunna hefði fallið á milli hæða og batahorfur væru betri en búist var. Í ljós er komið að það er ekki rétt og ljóst að Sunna er alvarlega slösuð og þarf á aðstoð landa sinna að halda.

Við hvetjum þá sem geta lagt söfnuninni lið að gera það.

Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“