fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Áslaug vill Uber og Borgarlínu: „Sjálfstæðismenn verða að átta sig að það verður aldrei hreinn meirihluti“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að farveitur á borð við Uber og Lyft hefji starfsemi í Reykjavík sem fyrst. Telur hún að slíkir samgöngumátar, sem og fyrirhuguð Borgarlína, muni hafa jákvæð áhrif á samgöngumál borgarinnar.

Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í morgun sagði Áslaug að Sjálfstæðismenn ættu að gefa Borgarlínu séns: „Ekki drepa það bara í fæðingu með þeim orðum að það sé ómögulegt og muni leiða til alls ills. Það er bara ekki svo. Ég styð það að við byggjum einhverskonar hraðvagnakerfi sem að auðveldar fólki að sleppa einkabílnum allavega stöku sinnum því við komum ekki öllum bílunum á göturnar ef við gerum ekki neitt.“

Áslaug segir hins vegar að Borgarlína geti ekki verið svar við umferðarvandanum. „Það er ekki hægt að sitja aðgerðalaus og vísa bara í einhver framtíðarverkefni. Þetta finnst mér vera einkenni meirihlutans í Reykjavík.“ Hún segir að það þurfi að leita lausna strax: „Það þarf að hleypa farveitunum sem fyrst inn í okkar samfélag. Uber og Lyft. Þetta er þjónusta sem er í boði erlendis því hún er þægilegri, ódýrari og þjónustar fólk eins og það vill þjónustuna. Svo deilibílar, en við erum kannski ekki komin þangað í hegðun okkar. Þetta getur haft hröð áhrif á umferðarmálin í stað þess að bíða eftir að byggja risastór mislæg gatnamót og Borgarlína opnar ekki strax.“

Hún segist vera frambjóðandi sem treystandi sé í samstarf með öðrum. „Sjálfstæðismenn verða að átta sig að það verður aldrei hreinn meirihluti. Aldrei, held ég. Pólitíska landslagið er þannig, það er bara þróunin í allri pólitík allsstaðar. Þess vegna verðum við að vera með stefnu þar sem við getum tekið saman höndum með flokkum sem eru líkir okkur og við sjáum að við getum unnið með. Við verðum að setja í forystu fólk sem getur rétt út hendina og vill vinna með öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð