fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Bandarísk listakona sakar trommara Sigur Rósar um nauðgun: Orri Páll lýsir yfir sakleysi sínu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. september 2018 15:54

Listakonan ber Orra Pál þungum sökum í færslum á Instagram-síðu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska listakonan Meagan Boyd hefur sakað Orra Pál Dýrason, trommara Sigur Rósar um að hafa brotið á sér kynferðislega árið 2013. Boyd birti ásakanirnar í færslu Instagram-síðu sinni fyrir fjórum dögum  en þar er notandanafn hennar Yinshadowz. Tónlistartímaritið Paste fjallaði um ásakanirnar í vikunni. 

Þá má finna fjölmargar færslur á Twitter um ásakanir Boyd sem og ítarlegar umræður á Reddit. Rétt er að taka fram að í færslum listakonunnar kemur fram að Orri Páll vísi ásökununum alfarið á bug.

Óttaðist um að enginn myndi trúa sér

Þegar hið meinta brot átti sér stað árið 2013 voru liðsmenn Sigur Rósar staddir í Los Angeles við upptökur á plötunni Kveik. Kveðst Boyd hafa hitt íslenska tónlistarmanninn á næturklúbbi í borginni. Þau hafi farið upp á hótelherbergi hans, kysst en síðan hafi hún sofnað í rúmi hans. Heldur Boyd því fram að þegar hún vaknaði hafi hún fundið að einhver var inni í sér.

Erfitt er að átta sig á atburðarásinni að öllu leyti í frásögn Boyd en hún fullyrðir að henni hafi verið nauðgað tvisvar sinnum þessa nótt. „Ég velti því fyrir mér af hverju ég forðaði mér ekki eftir fyrsta skiptið en ég var drukkin, dauðþreytt og í áfalli,“ segir hún í færslunni.

Hún segist ekki hafa tilkynnt brotið til lögreglunnar. „Ég tilkynnti það ekki. Ég hef ekki talað um sársauka minn opinberlega. Ég er búin að burðast með þetta í sex ár og fyrir því eru margar ástæður. Ég var viss um að enginn myndi trúa mér. Mér leið eins og það hafi verið óábyrgt af mér að treysta honum því hann var í hljómsveit sem ég elskaði og ég dáði hann sem listamann,“ segir Boyd einnig í færslunni.

Hún kveðst ekki hafa verið tilbúin til að stíga fram þegar #metoo-byltingin stóð sem hæst. „Bara að tala um þetta mál veldur mér miklum kvíða og ég var við það að eignast mitt fyrsta barn,“ segir Boyd. Þá segist hún ekki geta hugsað sér að heyra eitt einasta lag með Sigur Rós aftur á ævinni. „Þessi lög sem mér fannst áður svo róandi, falleg og dáleiðandi láta mig núna fá óbragð í munninn.“

Í annarri færslu þremur dögum síðar fullyrðir Boyd að íslenski tónlistarmaðurinn hafi neitað ásökununum og reynt að þagga niður í henni. Í viðleitni sinni til þess að sanna þær fullyrðingar birti hún myndir af tölvupóstsamskiptum þeirra á milli. Einhver notandi Instagram hafi tilkynnt þær birtingar sem brot á reglum samfélagsmiðilsins og því hafi þær verið fjarlægðar.

DV hefur ekki náð tali af Orra Pál vegna málsins

Fyrri færsla Boyd á Instagram:

 

View this post on Instagram

 

In January of 2013 I was sexually assaulted by a member of the band @sigurros when they were in Los Angeles recording an album that was set to come out later that same year. My assailant’s name is Orri Páll Dýrason. I never reported it. I never expressed my pain publicly. I harbored this ache now for almost 6 years… for many reasons. I felt no one would believe me, I felt I had been irresponsible for trusting him just because he was in a band I loved and I respected him as an artist. I was drunk, and I had met him at a club (I had a brief period in which I was a dancer at a club called “the body shop”), I also engaged in a kiss with him before falling asleep in the same bed, after that I completely knocked out. I woke up with the feeling of being penetrated without my consent during a deep slumber.. it happened twice that night, and I wondered myself why I didn’t leave after the first time- but I was drunk, dead tired, in shock, and this was right before I ever heard of anything like Uber/lyft … but none of that should matter because no one deserves to be raped/touched/licked/fucked without CONSENT. (((My heart is racing and I’m shaking just typing this.))) I wasn’t ready to go public in the midst of the hype of the #metoo movement because just speaking about it gives me intense anxiety and I was about to give birth to my first child. In the wake of the news of Dr. Christine Blasey Ford calling out Supreme Court nominee Brett Kavanaugh, I was triggered to speak out myself. Ironically, he’s now engaged to feminist activist who is also the founder of the Icelandic Slut walk (go figure…) And if I hear another damn Sigur Ros song during a yoga class ever again I’m gonna scream. Those songs I once found deliciously calming, beautiful and serene now leave a disgusting taste in my mouth. #endrapeculture

A post shared by Meagan Boyd ???? (@yinshadowz) on

 

Seinni færsla Boyd á Instragram:

 

View this post on Instagram

 

I made a post following up with some information about my abuser/rapist getting in touch with me, gaslighting, and trying to silence me as well as denying what he did to me in 2013 in which he raped me 2 times over the course of a night spent with him during his stay in Los Angeles recording an album. I posted screen shots of his correspondence with me via email and they were flagged by someone and removed by @instagram for not following community standards. I did not remove them myself. I understand if they may have violated Instagrams standards of privacy so I will not repost on here but they have been sent to a major broadcasting network in Iceland. I will not back down or be silenced or gaslighted. I know what happened and I will not forget. This has not been easy for me or my family but it is my duty to expose him as a sexual predator who should not be in a woman’s safe place. Today is the first time I truly wanted to cry as I’ve pushed down and repressed my trauma for years. This is not over. This is only the beginning. His name is Orri Páll Dýrason and he is in a band called @sigurros ? I’m looking to speak with a lawyer as well- this story is beginning to build momentum and hype and some legal advice would be appreciated.

A post shared by Meagan Boyd ???? (@yinshadowz) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka