fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Tískurisinn New Yorker opnar í Kringlunni

Auður Ösp
Þriðjudaginn 25. september 2018 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega tískuvörukeðjan New Yorker opnar í nóvember nýja og stórglæsilega verslun í Kringlunni. Verslunin verður á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem verslunin Zara var áður til húsa.

New Yorker hefur langt árabil verið leiðandi í tísku ungs fólks og hefur vaxið ár frá ári og starfa nú yfir 18.000 manns hjá fyrirtækinu í yfir 40 þjóðlöndum. Höfuðstöðvar þess eru í Braunschweig í Þýskalandi en verslanir eru nú yfir 1.000 talsins.

Í fréttatilkynningu kemur fram að verslunin verði stórglæsileg og vöruúrval með besta móti, enda eru það einkunnarorð New Yorkerað hvert augnablik sé einstakt og það sama eigi við um allan fatnað sem seldur sé í verslunum félagsins. Hver einstaklingur eigi að fá að vera hann sjálfur og finna sinn stíl aftur og aftur og þar skipti fötin máli.

Helstu vörumerki New Yorker eru Amisu, FB Sister og Censored sem margir Íslendingar þekkja vel af ferðum sínum til Evrópu undanfarin ár en Athletics, Smog og FSBN hafa einnig sinn sess í versluninni í Kringlunni.

Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að mjög ánægjulegt sé að erlend vörumerki kjósi að opna verslanir sínar í Kringlunni og með tilkomu NEW YORKER aukist enn úrval erlendra verslunarkeðja í húsinu sem styrki vöruframboðið viðskiptavinum Kringlunnar til handa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi