fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Manni bjargað úr sjó við Húsavík – Féll af fallhlífarbretti og fór úr axlarlið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. september 2018 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kl. 19:48 barst lögreglunni á Húsavík tilkynning um að maður væri í sjónum í Eyvík, út af Höfðagerðissandi um fimm kílómetrum norðan við Húsavík.

Ekki var á þeirri stundu vitað hvernig maðurinn komst þangað né hvers vegna hann var í sjónum en ljóst að skjótrar aðstoðar væri þörf. Lögreglumenn fóru á staðinn, ásamt sjúkraliði og björgunarsveitinni Garðar, meðal annars var sjóflokkur sveitarinnar kallaður út. Björgunarbáturinn Jón Kjartansson fór á staðinn, frá Húsavík og 27 mínútum eftir að útkallið barst hafði manninum verið bjargað um borð, heilum á húfi.

Maðurinn hafði verið á fallhlífarbretti og við leik í öldunum utan við Höfðagerðissand /Eyvíkurfjöru en hafði fallið af brettinu og farið úr axlarlið og gat ekki bjargað sér til lands. Rak manninn því frá landi sökum vinds, en allhvöss suðvestanátt var á staðnum og að verða myrkur en til mannsins sást í ljósum frá landi og vel gekk að leiðbeina áhöfn Jóns Kjartanssonar á staðinn. Maðurinn var fluttur með björgunarbátnum til Húsavíkur og síðan til aðhlynningar á Heilbrigðissstofnun Norðurlands á Húsavík. Lögreglan á Húsavík vill koma á framfæri kæru þakklæti til viðbragðsaðila fyrir skjót viðbrögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Í gær

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum