fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 06:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað.“

Þetta segir meðal annars í inngangi pistils sem Kolbrún Bergþórsdóttir ritar í Fréttablaðið í dag en í honum fjallar hún um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og viðbrögð vinnuveitenda. Kolbrún víkur því næst penna að þeim sem áreita:

„Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það.“

Segir Kolbrún og víkur því næst að stjórnendum og áhuga þeirra eða áhugaleysi á að taka á málum sem þessum:

„Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera.“

Því næst víkur Kolbrún penna að Orkuveitunni og spyr hvers vegna hafi ekki verið hægt að viðhafa vinnubrögð sem þessi þar á bæ?

„Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“
Fréttir
Í gær

Læknar fresta verkfalli og boða til nýs

Læknar fresta verkfalli og boða til nýs
Fréttir
Í gær

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu