fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

TÍMAVÉLIN: Ottó og barnabarnabarnabarnið

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 7. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að verða faðir er stór stund og sömuleiðis að verða afi. Fáir verða langafar og nánast óheyrt er að einhver verði langalangafi. Það varð hins vegar klæðskerinn og stórstúkumaðurinn Ottó Guðjónsson, sem bjó að Norðurbrún í Reykjavík, haustið 1983 en hann var þá 85 ára að aldri.

Ottó hélt á sínu fyrsta barnabarnabarnabarni undir skírn í Dómkirkjunni, dreng sem fékk nafnið Ottó í höfuðið á afa sínum. Móðir Ottós yngri var Þorbjörg Rafnsdóttir 22 ára, amma Guðrún Stewart 41 árs og langamma Þorbjörg Ottósdóttir 59 ára. Við tilefnið var tekin mynd af þessum fimm ættliðum frá Ottó til Ottós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“