fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Jóa Lífið: Litríkur ferill Jóhannesar Eggertssonar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 7. september 2018 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Gísli Eggertsson hefur vakið mikla athygli vegna uppátækis á samfélagsmiðlum nýverið. Jóhannes, sem kallar sig Jóa Lífið á Snapchat, þóttist vera fjórtán ára stúlka á síðunni einkamal.is. Þar narraði hann mann á sextugsaldri sem hafði illt í hyggju til að hitta sig á bílaplani og sýndi hann frá fundinum í beinni útsendingu. Myndbandið hefur farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og áhorfstölurnar á Facebook sýna 178 þúsund þegar þessi frétt er skrifuð. Jóhannes sjálfur á sér athyglisverða sögu þrátt fyrir ungan aldur.

Seldi sama símann þrisvar sinnum

Jóhannes er 24 ára gamall en hefur upplifað margt. Í nýlegu útvarpsviðtali sagðist hann vera að vinna í sínum málum eftir margra ára óreglu. Hann sagðist einnig vera að kljást við kvíðaröskun. Jóhannes notaði fíkniefni, komst í kast við lögin og hlaut dóma, meðal annars fyrir fjársvik.

Í ársbyrjun árið 2014 hlaut Jóhannes, þá aðeins tvítugur, níu mánaða fangelsisdóm fyrir ýmsa glæp, þar á meðal fjársvik á netinu. Þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.

Þann 2. október 2013 braust Jóhannes inn á veitingastað á Eyrarbakka og stal þar áfengisflöskum. Morguninn eftir var hann handtekinn á vegi við hesthúsahverfi bæjarins, mjög ölvaður. Þá seldi hann sama Samsung-síma til þriggja aðila á síðunni bland.is og hafði upp úr því 75 þúsund krónur.

Notendur knattspyrna.is kvörtuðu yfir lélegu streymi

Skammlíf netævintýri

Jóhannes afplánaði í fangelsinu á Kvíabryggju og þar fékk hann viðskiptahugmyndir sem hann hrinti í framkvæmd. Ári síðar kom hann fram í viðtali við DV og sagðist hafa snúið lífi sínu við og væri kominn í AA-samtökin. Þá var hann kominn á fulla ferð með nokkrar vefsíður.

Ein þeirra var síðan magnkaup.is og notaði Jóhannes nýstárlegar aðferðir til að auglýsa hana. Skráðir notendur gátu komist í pott til að vinna tveggja vikna utanlandsferð til Alicante og auk þess 250 þúsund krónur í gjaldeyri. „Þetta er í rauninni ekkert dýrara en að kaupa auglýsingu,“ sagði Jóhannes við DV. Hjá Magnkaupum var hægt að kaupa ýmislegt svo sem staka smokka á 30 krónur og vírushreinsanir hjá annarri síðu sem Jóhannes rak, tolvuheimur.is, en Tölvuheimur var ekki skráð fyrirtæki með kennitölu.

Jóhannes rak einnig vefsíðuna knattspyrna.is þar sem notendur gátu horft á streymi af fótboltaleikjum, meðal annars ensku í úrvalsdeildinni sem 365 hafði útsendingarrétt að. Hann taldi sig hins vegar ekki vera að gera neitt ólöglegt. Hann sagði:

„Þetta kemur 365 ekki við þar sem þetta er hýst á erlendum netþjónum. Einnig vill ég taka fram að þetta eru engin svik. Ég hef snúið við blaðinu og mun ekki svíkja fé af fólki. Þetta er ódýrt fyrir notendur og kostar ekki 100.000 ár ári líkt og 365 rukkar.“

Lögregla staðfesti síðar að síðan væri í rannsókn hjá auðgunarbrotadeild og notendur síðunnar kvörtuðu sáran yfir lélegum gæðum streymisins.

Báðar þessar síður voru skammlífar rétt eins og sludur.is og deit.is, sem byrjaði sem stefnumótasíða en þróaðist fljótt yfir í að selja hjálpartæki ástarlífsins. Jóhannes sagði DV að sú hugmynd hafi kviknað eftir að hann sá kvikmyndina 50 Shades of Grey. Jóhannes var einnig með tónlistarsíðu, svipaða og Soundcloud, en litlar upplýsingar eru til um þá starfsemi.

Sveik raftæki úr vefverslun

Í upphafi árs 2016 greindi DV frá því að Jóhannes hefði verið kærður fyrir að svíkja vörur út úr vefverslun raftækjaverslunarinnar ELKO. Seinna það ár var hann dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir það.

Jóhannes gerði fjórar pantanir upp á samanlagt eina milljón króna. Meðal annars pantaði hann snjallsjónvarp frá Samsung og iMac-fartölvu en sendi falsaða greiðslukvittun fyrir kaupunum í tölvupósti.

Jóhannes sást á myndbandsupptökum þegar hann sótti vörurnar og við uppgjör hjá versluninni uppgötvuðust brotin.

Falinn blaðamaður

Árið 2017 var dagblaðið Fréttatíminn úrskurðað gjaldþrota en nokkrum mánuðum síðar spratt frettatiminn.is upp aftur og undir nýrri stjórn. Mikil leynd ríkti um þá sem stóðu að baki síðunni og enginn var skráður fyrir þeim fréttum sem birtust.

Í janúar á þessu ári greindi DV frá því að Jóhannes hefði keypti lénið en skráður eigandi og titlaður ritstjóri væri Guðlaugur Hermannsson fiskkaupandi. Guðlaugur neitaði hins vegar allri aðkomu Jóhannesar að fjölmiðlinum þegar gengið var á hann. Í myndbandi við eina frétt á miðlinum mátti þó glöggt heyra rödd Jóhannesar þar sem hann titlaði sig blaðamann.

Aðspurður sagðist Jóhannes ekki starfa hjá Fréttatímanum en dró það síðan til baka og viðurkenndi að hann hefði verið hræddur við að vera dæmdur fyrir fortíð sína. Draumur hans væri að vera blaðamaður.

Barnaníðingaveiðar á Snapchat

Nýjasta ævintýrið sem Jóhannes hefur tekið sér fyrir hendur er að taka upp myndbönd á Snapchat og hefur hann haldið úti Jóa Lífið síðan sumarið 2017. Einnig er hann með Facebook-síðu með sama heiti.

Í ágúst árið 2017 sýndi hann myndband af því þegar hann stofnaði aðgang að einkamal.is til að veiða barnaníðinga. Hann sagðist vera fjórtán ára stúlka og fékk hundruð skilaboða frá fullorðnum karlmönnum, flestum yfir fimmtugt. Þá sagðist hann ætla að mæta einum af þessum mönnum og sýna frá því í beinni.

Um það bil ári síðar lét hann verða af þessu og sýndi frá því þegar hann mætti manni á sextugsaldri sem vildi hitta fjórtán ára stúlku. Maðurinn hafði áður sent Jóhannesi myndir af andliti sínu og kynfærum.

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um netið eftir að Jóhannes birti það á samfélagsmiðlum og nálgast áhorf á Facebook 200 þúsund. Margir hafa hrósað Jóhannesi en aðrir gagnrýnt hann fyrir að taka lögin í sínar hendur. Sú gagnrýni hefur orðið háværari og finnst mörgum að þetta hlutverk eigi að vera í höndum fjölmiðla og rannsóknarblaðamanna.

Þóttist vera fjórtán ára stúlka

Kvittur um andlát

Miðvikudaginn 5. september fór sá kvittur á kreik á internetinu að maðurinn sem Jóhannes hitti á bílaplaninu hefði annaðhvort svipt sig lífi eða gert tilraun til þess en ekki tekist. Var þetta rætt víða á samfélagsmiðlum og bárust skilaboðin á Facebook-síðu Jóhannesar. Degi seinna gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann þakkaði stuðninginn en sagðist þurfa að taka sér frí frá Snapchat í einhvern tíma.

„Að mér skilst þá ganga sögusagnir um það að aðilinn sem um ræðir sé látinn en engin staðfesting hefur komið á því. Það sem ég hef lært á þessu er mjög mikið og mun ég í næsta skipti blörra fyrir andlitið á því myndskeiði sem almenningur fær og svo afhenda lögreglu upprunalega myndbandið.“

Enn fremur:

„Ég er samt ekki hættur, það er of mikið af þeim þarna úti og þeir verða stöðvaðir.“

Yfirlýsingin var tekin niður skömmu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu