fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Agnes biskup vill að séra Þórir dragi sig í hlé

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 7. september 2018 09:00

Þórir Stephensen og Agnes M. Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes Sigurðardóttir biskup hefur beðið séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprest, að taka hvorki að sér athafnir eða þjónustu á vegum kirkjunnar framar. Eins og DV hefur áður greint frá játaði séra Þórir á sáttafundi árið 2015 að hafa brotið kynferðislega á ungri stúlku á sjötta áratug síðustu aldar. Að sögn Agnesar ætlar Þórir að verða við bón hennar.

Þetta kemur fram í stuttu bréfi sem Agnes sendi til presta í vikunni en hún hefur legið undir töluverðri pressu eftir umfjöllun DV og annarra miðla í ágúst. Áður hafði Stundin greint frá málinu en séra Þórir var þá ekki nafngreindur.

 

Prestum gert viðvart

Samkvæmt heimildum DV eru margir prestar afar ósáttir við það hvernig Agnes hefur tekið á málinu. Þolandi leitaði til fagráðs kirkjunnar árið 2010 og árið 2015 fór hinn umdeildi sáttafundur fram á Biskupsstofu, þar sem séra Þórir játaði brot sín. Prestum var þá ekki gert viðvart og hefur séra Þórir komið fram fyrir kirkjunnar hönd, meðal annars hefur hann predikað í útvarpaðri messu í Breiðholtskirkju og verið viðstaddur vígslu Skálholtsbiskups.

Eftir að DV birti viðtal við Agnesi, þar sem blaðamanni var vísað á dyr, fjölluðu aðrir miðlar um málið en Agnes veitti þeim engin svör.

Bréf Agnesar er eftirfarandi:

Góðan daginn kæru prestar

Ég hef óskað eftir því við séra Þóri Stephensen að hann taki ekki að sér athafnir eða þjónustu á vettvangi kirkjunnar. Viðbrögð hans voru þau að hann ætlar að verða við þeirri beiðni. Þar sem emerítar framkvæma slíkt í umboði starfandi presta þykir mér mikilvægt að koma þeim upplýsingum til ykkar.

Kv.

Agnes M Sigurðardóttir

Biskup Íslands

 

Sagði að gerandinn ætti að bera ábyrgð á sjálfum sér

Brot séra Þóris áttu sér stað snemma á sjötta áratug síðustu aldar þegar hann var nemi í guðfræði við Háskóla Íslands. Þolandinn, dóttir forstjóra sem Þórir fékk herbergi hjá, opnaði sig fyrst um brotin á efri árum og leitaði þá til Stígamóta. Málið var aldrei rannsakað af lögreglu og auk þess löngu fyrnt samkvæmt lögum. Leitaði hún því til fagráðsins til að fá úrlausn sinna mála en biskupi höfðu einnig borist bréf og ábendingar frá ættingja þolanda og presti.

Séra Þórir vildi lítið segja um málið þegar DV ræddi við hann í ágúst. Sagði hann þó að þetta mál væri bull og vitleysa og löngu afgreitt. Þeir starfsmenn fagráðs sem DV hafði samband við, núverandi og fyrrverandi, vildu ekki tjá sig um málið.

Í viðtali við DV sagði Agnes að gerandinn ætti að bera ábyrgð á sjálfum sér um hvað honum fyndist við hæfi og hvað ekki. Fortíðin yrði ekki tekin til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“