fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Fundu lifandi snák við álverið í Straumsvík: Sjáðu myndbandið

Auður Ösp
Fimmtudaginn 6. september 2018 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lifandi snákur fannst í álverinu í Straumsvík þann 26.ágúst síðastliðinn. DV bárust meðfylgjandi myndskeið og ljósmyndir af dýrinu.

Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi staðfestir þetta í samtali við DV. Aðspurður telur hann líklegt að um sé að ræða algenga snákategund sem lifir bæði í Evrópu og Ameríku og að öllum líkindum sé um að ræða svokallaðan grassnák. Hann segist ekki vita um fleiri tilfeli af þessu tagi í álverinu.

„Hann finnst úti á plani, nálægt höfninni hjá okkur. Það var strax tekið á málinu og hringt á meindýraeyði sem kom og fjarlægði snákinn og fargaði honum. Þannig að það voru í sjálfu sér engir eftirmálar af þessu og engin vandamál.“

Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðust aldar.

Líkt og fram kemur á heimasíðu MAST koma skriðdýr alltaf öðru hvoru til kasta bæði heilbrigðis- og lögregluyfirvalda. Slíkum dýrum ber að farga og eyða af öryggisástæðum og er þá í langflestum tilfellum framkvæmd rannsókn á mögulegu salmonellasmiti á Keldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt