Í dag er fimmtudagur og það þýðir bara eitt. Við skoðum hvaða tíst slógu í gegn á Twitter í vikunni. Að venju var mikið líf og fjör á miðlinum þessa viku.
Við tókum saman vikuna á Twitter og þar kennir ýmissa grasa – eins og ávallt. Gjörið svo vel.
Það er magnað hvað vatn getur gert fyrir mann.
Þarftu að léttast eða viltu unglegt og frískandi útlit? Drekktu mikið vatn.
Langar þér að slaka á og líða vel? Skelltu þér í heitan pott.
Fer einhver óstjórnlega í tauganar á þér? Drekktu honum.
Ansi oft er vatn svarið!
— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) August 26, 2018
Basic mömmuprófíll í dag
Satan Nói 15.10.13 ❤️
Vampíra Mist 06.08.15 ❤️
Belsebubb Máni 23.03.17 ❤️— Björn Bragi (@bjornbragi) August 28, 2018
kennarinn arið 2040
Jógert Venus?
-jam
Anastasía Dísalís?
-hér
Kristel Jasmín?
-komin
B..aron, er Baron mættur?
-já en þú segir samt bei-rón en alltilagi
Dís Líf Rós?
-ég heiti reyndar Dís Líf Rós Marbel Örk en já er mætt— melkorka (@melkorka7fn) August 29, 2018
Það sem skilgreinir millenials á Íslandi umfram annað er að þau segja Nananabúbú en við hin ólumst upp við Liggaliggalá. Enginn virðist vita hvenær þetta siðrof átti sér stað.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 29, 2018
fór í fyrsta matarboðið hjá mömmu nýja kærastans, hefði geta orðið hræðilega vandræðalegt, en sem betur fer kannast ég aðeins við systur hans, nýju mágkonu mína, við tvær mötchuðum einu sinni á tinder #litlareykjavík
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) August 26, 2018
Skil ég rétt að útibú Aktu taktu í Þýskalandi heiti Achtung Tachtung?
— Konrad Jonsson (@konradj) August 28, 2018
Ég er 51 árs gamall og ég var rétt að fatta það núna að stafurinn f er alveg eins og sturta. Hvernig gat þetta farið framhjá mér?
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) August 28, 2018
Að kunna kreditkortanúmerið sitt utanað er blessun og bölvun á sama tíma.
— Iðunn Garðarsdóttir (@Idunn_G) August 28, 2018
Geggjað fyrsta verkið hjá @SteindiJR sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar ? pic.twitter.com/hfd23tQLO1
— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) August 28, 2018
Einar skemmtilegustu samræður sem ég hef orðið vitni af er þegar afi minn og mágur hans, báðir bændur að detta í sjötugt þá, voru að fá sér kaffibolla og það dettur upp úr afa „nú er fólk víst farið að ríða hvort öðru í rassgatið eins og ekkert sé“.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) August 28, 2018
Núna er komið 2018 og hér er nýuppfærður listi yfir hluti sem má ALDREI gera grín að:
1. Þunnt hár
2. Lélegt tog í bílnum
3. Litlar hendur
4. Fara einn heim af djamminu
5. Tapa í póker eða á bet365
6. Verða fullur eftir fáa bjóra
7. Fara með innkaupapoka inn í tvem ferðum— Siffi (aumin)Gje (@SiffiG) August 28, 2018
það er dejligt að búa í Danmörku þar sem klórinn er ódýr og eg get hellt honum í augun á mér á spottprís í staðinn fyrir að horfa á United
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) August 27, 2018
"Miðjan" pic.twitter.com/oyDcGi9Zzh
— Atli Viðar (@atli_vidar) August 27, 2018
Einfaldir tímar pic.twitter.com/ok6P8GpU8v
— Popptíví kynslóðin (@IslenskN) August 27, 2018
Ég kom að 2 ára syni mínum á miðju gólfinu í sturtuklefanum í vesturbæjarlauginni þar sem hann var með smá kennslu fyrir konurnar þar um hvað væri typpi og hvað væri pungur.
— Hafrún Elísa (@hafrunelisa) August 26, 2018
gellur elska að vera ógeðslega margar saman að öskursyngja í síðasta skipti með frikka dór
— Tómas (@tommisteindors) August 26, 2018