fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Mikill verðmunur á matvöru milli verslana: Neytendur geta sparað töluverðar fjárhæðir

Auður Ösp
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill verðmunur var í flestum tilfellum á matvöru milli verslana í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var 28. ágúst. Oftast var yfir 40 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði í könnuninni eða í 57 tilfellum af 107

Í 37 tilfellum af 107 var yfir 60 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði.

Iceland var oftast með hæsta verðið eða í 76 tilfellum af 107 en Bónus oftast með það lægsta eða í 69 tilfellum af 107. Lítill munur er á verði í Krónunni og Bónus.

22 króna verðmunur á vörukörfunni í Bónus og Krónunni Samanburður á vörukörfu sem inniheldur vörur sem voru til í öllum verslunum (nema Costco) sýnir 2.403 kr. eða 29% verðmun á milli verslana. Vörukarfan sem inniheldur vörur úr nokkrum vöruflokkum var ódýrust í Bónus, 8.210 kr. en dýrust í Iceland þar sem hún kostaði 10.612 kr.

Athygli vekur að einungis 27 króna munur er á þessari vörukörfu milli Bónus og Krónunnar og ef allur vörulistinn sem tekinn var fyrir í könnuninni er skoðaður má sjá að munurinn er oftast einungis nokkrar krónur og oft bara ein króna. Krónan er því með næst ódýrustu vörukörfuna í þessu dæmi, 8.236 kr. en Hagkaup með þá næst dýrustu, 9.469 krónur.

Neytendur geta því auðveldlega sparað sér töluverðar upphæðir með því að versla þar sem vöruverð er lágt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“