fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Syndir kirkjunnar: Séra Þórir viðstaddur biskupsvígslu í Skálholti – „Hann á að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í því að halda sér til hlés og láta ekki sjá sig“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2015 var barnaníðingsmál innan Þjóðkirkjunnar gert upp á sáttafundi á Biskupsstofu þar sem þolandi og gerandi mættust. Gerandinn, séra Þórir Stephensen fyrrverandi Dómkirkjuprestur, gekkst við brotum sínum á fundinum en hefur síðan fengið að koma fram í kirkjulegum athöfnum, predikað og tekið í hendur á mektarmönnum, íslenskum og erlendum.  Þrír biskupar hafa vitað um málið og kirkjan er í mikilli vörn vegna þeirra mistaka sem gerð hafa verið. DV fjallar nú um syndir kirkjunnar. Þetta mál og önnur sýna vel hvernig kirkjan hefur síendurtekið brugðist skyldu sinni gagnvart skjólstæðingum, sópað undir teppið, falið og neitað að horfast í augu vandamál sem upp koma. Þess í stað er gerendum hampað eins og mál Þóris Stephensen, sýnir glöggt. Alvarleg kynferðisbrot Þóris eru ekki aðalatriðið í umfjöllun DV þótt ekki verði hjá því komist að fjalla um þau brot sem hann viðurkenndi á umdeildum sáttafundi.

Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun um syndir kirkjunnar í helgarblaði DV.

 

Upplifun blaðamanns af biskupsvígslu

Blaðamaður var viðstaddur vígsluathöfn séra Kristjáns Björnssonar til embættis vígslubiskups í Skálholti. Kirkjan var þétt setin og stóð fólk um alla kirkjuna ásamt því að sitja á gólfi hennar. Þegar ég kom mér fyrir með hinum fjölmiðlamönnunum sá ég Þóri Stephensen sitjandi á fremsta bekk vinstra megin í kirkjunni. Þarna voru bæði ungir og aldnir prestar. Mér þótti afskaplega furðulegt að horfa á manninn, sitjandi prúðbúinn með fyrrverandi starfsbræðrum sínum, vitandi að hann hefði ítrekað misnotað 10 ára gamla stúlku. Í kirkjunni voru þjóðþekktir einstaklingar eins og fyrrverandi stjórnmálamenn og aðrir opinberir starfsmenn.

Eftir athöfnina mjakaði fólk sér hægt og rólega út. Biskup stóð í dyragættinni og heilsaði öllum. Þegar Þórir Stephensen kom að henni tók hann utan um hana og kyssti hana á kinn. Fleiri komu út úr kirkjunni og rakst Þórir á fólkið, hann hitti og ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra og Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómara og forsetaframbjóðanda. Alltaf tók fólk þétt í hönd hans og heilsaði honum með brosi og jafnvel hlátri. Á þessum tímapunkti hugsaði ég með mér: „Hvernig myndi fólk hérna inni bregðast við ef Steingrímur Njálsson sæti þarna? Myndi allt þetta valdamikla fólk taka í höndina á honum og brosa blíðlega til hans? Ef fólkið hefði vitað af broti Þóris, hefðu viðbrögð þeirra mögulega verið öðruvísi?

Séra Úlfari þótti viðvera Þóris ekki skemmtileg

Séra Úlfar Guðmundsson fyrrverandi prestur á Eyrarbakka stóð við hlið séra Þóris í vígslu Skálholtsbiskups fyrir skemmstu. Rétt eins og svo margrir kirkjunnar þjónar vissi hann af máli Þóris þó að Agnes biskup hafi ekki látið vita af því. Úlfari er augljóslega misboðið og tjáir hann sig á vef DV um málið. Hann segir:

„Það er sr. Þórir sem leiðir þessar hörmungar af sér í pressunni. Ég sat við hliðina á honum í biskupsvígslunni og þótti það svo sem ekkert skemmtilegt. Hann á að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í því að halda sér til hlés og láta ekki sjá sig. En sjálfsánægjan og athyglissýkin er slík að honum dettur það ekki í hug. Frekar lætur hann þessa umræðu yfir kirkjuna ganga.“

Séra Úlfar við hlið séra Þóris

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra
Pétur Kr. Hafstein fyrrverandi hæstaréttardómari
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“