Sumarið 2018 verður íbúum á suðvesturhorni landsins lengi í minnum haft en eins og glöggir lesendur vita hefur sólin ekki mikið látið sjá sig á svæðinu.
Mikil gremja hefur legið yfir borginni og hafa sólarlandaferðir selst eins og heitar lummar. Gremjan hefur samt líklegast hvergi verið meiri en á samfélagsmiðlum en DV tók saman níu tíst sem sýna það svart á hvítu að borgarbúar hafa fengið nóg.
Sumardrykkurinn í ár (2018) er heitt súkkulaði með smá rjóma.
— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 2, 2018
Panodil Hot er drykkur sumarsins 2018
— Hafþór Óli (@HaffiO) July 9, 2018
Mikið er leiðinlegt að eiga barn í vondu veðri
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) July 9, 2018
— Plís… getum við fengið smá sól í júlí?
— Hmm, hvað segið þið um ísbjörn?— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 10, 2018
Þetta veður hlýtur að vera lyftistöng fyrir mannlífið í Kringlunni og Smáralind. Þótt víðar væri leitað. Mjóddin, Glæsibær. Allir þessir yfirbyggðu verslunarkjarnar í Reykjavík.
— erla (@erlakarlsdottir) July 9, 2018
Ljúgðu Gosi, ljúgðu að það sé sumar! #RÚV #veður pic.twitter.com/PdG9LN6b39
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) July 8, 2018
veðurfræðingurinn í sjónvarpinu segir að næsta lægð komi á föstudaginn afsakið það er búin að vera lægð siðan í apríl þarf engan veðurfræðing til að segja mér annað
— Heiður Anna (@heiduranna) July 9, 2018
Hvernig eru ekki einhverjar bætur frá ríkinu fyrir þetta ömurlega veður í sumar??
— Tómas Þórir Tómasson (@tommitogvagn) July 5, 2018
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) July 9, 2018