Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans fékk 6.072.353 krónur greiddar um síðustu mánaðarmót fyrir skatt. Kjararáð hækkaði laun Páls um 24% prósent og er hækkunin afturvirk. Hækkunin gildir um aðra 48 forstöðumenn hjá ríkinu. Frá þessu er greint á vef mbl. Þar kemur einnig fram að laun forstjórans fara úr 2.088.993 krónur á mánuði í 2.586.913 krónur
Hækkun kjararáðs er afturvirk frá 1. Desember 2017 og fengu forstjórar nú greidd laun sjö mánuði aftur í tímann. Páll fær þessa hækkun á sama tíma og ljósmæður eru að berjast fyrir launahækkunum og hafa ekki fengið. Engan rökstuðning er að finna hjá Kjararáði vegna hækkunarinnar.