fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Foreldrarnir veiddu barnaníðinginn Þorstein í gildru – Sáu níðinginn fara í kjallarann – „Grunaði strax þegar við sáum manninn í myndavélakerfinu að þetta væri ógeðslegt“ – Myndband

Auður Ösp
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frændi minn  þurfti að fara með mig upp á geðdeild. Það endaði með að ég brotnaði niður, ég lagðist á gólfið í eldhúsinu og grét. Ég gat ekki hætt. Reiðin var svo mikil. Ef frændi minn hefði ekki komið og sótt mig þá hefði ég farið og leitað þennan mann uppi og drepið hann,“ segir faðir ungs pilts sem varð fyrir ítrekuðum kynferðisbrotum af hálfu Þorsteins Halldórssonar í rúm tvö ár, en brotin hófust þegar pilturinn var aðeins fimmtán ára.

Í maí síðastliðnum var Þorsteinn dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brotin gegn piltinum en DV greindi fyrst frá málinu á sínum tíma. Þorsteinn braut ítrekað gegn piltinum, tældi hann með fíkniefnum og lyfjum og gaf honum peninga og farsíma. Þá tók hann klámmyndir af piltinum og geymdi í læstri möppu í farsíma sínum.  Foreldrar piltsins lýsa því hvernig ýmsir vankantar voru á rannsókn lögreglu á málinu en þau segja Þorstein í raun hafa setið um hús þeirra í tvö ár. Hann hafi einfaldlega verið með son þeirra „á heilanum.“

Auðvelt fórnarlamb

Foreldrar piltsins eru viðmælendur Signýjar Rósar Ólafsdóttur í heimildarmynd hennar „Lifir Barnið mitt af?“ en um er að ræða lokaverkefni Signýjar Rósar á annarri önn á leikstjórnar og handritabraut í Kvikmyndaskóla Íslands. Myndina má finna í heild sinni hér að neðan en þar lýsa foreldrarnir því hvernig þau fóru að taka eftir mikilli vanlíðan hjá syni sínum og komust síðar meir að því að Þorsteinn hafði verið í stöðugum samskiptum við hann, hitt hann í skjóli nætur og misnotað hann.

„Hann vissi ekki af hverju honum liði svona. Honum leið mjög illa. Þannig að það var ákveðið að fara með hann í greiningu. Hann vildi fá greiningu. Þá vissum við ekki af því að hann væri í neyslu.“

Þau segja piltinn hafa átt erfitt fyrir og hann hafi því verið mjög auðvelt fórnarlamb fyrir barnaníðing. Eftir að hafa komið upp myndavélakerfi í húsinu komust þau að því að drengurinn hafði ítrekað farið út á nóttunni til að hitta Þorstein niðri í kjallaranum. Þau vissu þá engin deili á manninum sem sonur þeirra hafði verið að hitta.

„Mig grunaði strax þegar við sáum þennan mann í myndavélakerfinu að þetta væri eitthvað ljótt og ógeðslegt,“ segir móðir piltsins en eftir að hafa gengið á piltinn tókst þeim að fá upp úr honum að maðurinn, fæddur 1960 hefði verið að selja honum fíkniefni.

„Það er enginn sextugur karlmaður að bera dóp inn á heimili um miðjar nætur fyrir 15 ára dreng.“

Meiri áhugi á mögulegri dópsölu

Þegar foreldrarnir fóru niður á lögreglustöð með öll gögnin þá blasti við að þau gátu ekki kært gerandann þar sem að sonur þeirra var orðinn 15 ára. Sonur þeirra þurfti því sjálfur að leggja fram kæru. Faðir drengsins segir lögregluna þó hafa sýnt önnur viðbrögð þegar þau tjáðu þeim að gerandinn væri að selja fíkniefni.

„Þeir vildi þá ganga úr skugga um það. Þá komu þeir samdægurs.  Þeir sýndu því rosalegan áhuga að hugsanlega væri dóp þarna. Þá voru þeir að koma með teymi og hunda að leita að dópi. Þeir höfðu meiri áhyggjur af því að það færi fram dópsala þarna heldur en að það væri verið að níðast á barninu okkar.“

Einnig voru lögð fyrir lögreglu gögn úr síma piltsins sem sýndu samskipti hans og Þorsteins. Eftir að aðili frá barnaverndarnefnd kom inn í málið leiddi það til þess að sonur þeirra féllst á að leggja fram kæru á hendur Þorsteini. Foreldrarnir segja piltinn hafa upplifað mikinn létti eftir það en þau hafi þó ekki þrýst á hann að tala, heldur viljað að það væri í höndum fagfólks.

Þau gagnrýna þó vinnubrögð lögreglu en þremur dögum eftir að kæran var lögð fram var ekki enn búið að finna gerandann. „Og ég vissi náttúrulega ekkert hverju við áttum von á. Maður var alltaf með varann á, var hættur að sofa á nóttunni. Maður var að verja sitt heimili,“ segir faðir piltsins sem greip þá til þess ráðs að fara ásamt mági sínum og þræða hverfið þar sem ofbeldismaðurinn átti að eiga heima, í von um að finna hann. Það bar þó ekki árangur, enda kom síðar í ljós að þeir höfðu verið að leita á röngu svæði.

Eins og í bíómynd

Faðirinn lýsir því næst hvernig þau lögðu þá á ráðin um að veiða Þorstein í gildru, króa hann af. „Svo kemur allt í einu strákurinn og segir: „Heyrðu ég er búinn að segjast ætla að hitta hann hjá sundlauginni, hann er bara á leiðinni,“ segir faðirinn og bætir við að atburðarásin hafi verið eins og í bíómynd. „Þá hringi ég á lögregluna og segi að maðurinn sem er búinn að vera að misnota barnið okkar sé staddur hjá sundlauginni í Hafnarfirði. Síðan hringir lögreglan seinna og segist vera búinn að taka hann. Síðan fæ ég að heyra það eftir yfirheyrsluna að þetta sé „algjört grey og aumingi.“

Foreldrarnir segja verst að hafa upplifað svo mikla óvissu, þau vissu ekkert um manninn sem hafði verið að brjóta á syni þeirra.

„Það er eitthvað meira á bak við þennan mann, ég er nokkuð viss um að hann er ekki að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir móðir piltsins en þau fengu síðar meir að vita að Þorsteinn hafði áður verið hirtur af lögreglunni fyrir framan heimili þeirri. Hann hafi setið um heimili þeirra.

„Þessi maður er búinn að fylgjast með okkur í tvö ár, án þess að við vissum nokkuð um hann. Ég hefði getað mætt honum fyrir utan heima hjá mér án þess að vita hver hann væri,“ segir faðir piltsins.

Ofsóknir Þorsteins á piltinum héldu síðan áfram þrátt fyrir að lögð hefði verið fram kæra og Þorsteini bannað að hafa samband við piltinn. Faðir piltsins kveðst hafa svarað í síma sonar síns og skipað Þorsteini „að láta strákinn í friði.“ Að lokum sóttu þau um nálgunarbann á hendur Þorsteini. Þau lýsa því jafnframt hvernig málið hefur brotið son þeirra niður og leitt meðal annars til þess að hann reyndi að taka sitt eigið líf. Hann var í kjölfarið lagður inn á BUGL til meðferðar.

„Hann skildi ekki í hverju hann var búinn að lenda. Hann var ekki á þeim stað, segir faðir hans meðal annars. „Þessi maður virðist ekki hafa átt neitt líf. Hann er bara með strákinn á heilanum.“

Sjálfstæðismaður í Kópavogi

Líkt og fyrr segir hefur Þorsteinn nú verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot sín gegn piltinum en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 18.maí síðastliðinn.

Þorsteinn hefur verið formaður Baldurs, eins af félögum Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um árabil en Vísir greindi frá því á sínum tíma að flokkurinn hefði fjarlægt nafn hans af heimasíðu sinni. Þá starfaði Þorsteinn á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem hann stýrði þáttum um klassíska tónlist.

Reiðin er mikil

Signý Rós Ólafsdóttir er höfundur heimildarmyndarinnar „Lifir barnið mitt af?“ en umfjöllunarefnið er ungmenni í neyslu og hvað veldur því að þau leiðast út á ranga braut. Hún kveðst lengi hafa viljað gera mynd um þetta málefni. „Ég komst svo inn í Kvikmyndaskólann og ákvað að þetta væri tækifærið. Ég heyrði í Ástu Jónínu vinkonu minni og fékk hana með mér en hún tók myndina upp. Þegar við byrjuðum átti þetta bara að vera mynd um foreldra sem eiga börn í neyslu, en það að eiga barn í neyslu getur þýtt svo mikið. Við ákváðum því að þrengja rammann og fórum að einblína á af hverju krakkar fara í neyslu. Hvað verður til þess að þau fara að leita í efni til að deyfa sig,“ segir Signý Rós en við gerð myndarinnar naut hún meðal annars aðstoðar Guðmundar Fylkissonar lögreglumanns.

Signý Rós
Signý Rós

„Það var frábært hversu tilbúnir foreldrarnir voru til að setjast niður og segja okkur söguna sína, segja okkur allt. Þá fundum við svo sterkt hvað reiðin er mikil og hvað þetta hefur mikil áhrif á fjölskylduna. Við fundum líka fyrir því hversu mikil þörfin er á því að tala opinskátt um þessi mál, og hversu lítil úrræði eru til staðar. Það er ekkert. Það benda bara allir á hvern annan.“

Hún kveðst vonast til þess að myndin muni vekja fólk til umhugsunar.

„Að yfirvöld vakni og setji peninga í þennan málaflokk. Það vantar úrræði fyrir ungt fólk sem lendir í áföllum, eitthvað kerfi sem heldur utan um þolendur kynferðisofbeldis, því það hefur svo mikil áhrif á einstaklinginn og hans andlegu líðan og getur leitt til þess að hann endar í neyslu. Svo má ekki gleyma foreldrum og systkinum, það er svo mikið óvissa og álag.

Það vantar líka úrræði fyrir þesssa krakka þegar þau lendi í þessu að einhver aðili grípi þá og hjálpi til að vinna úr áfallinu, en ekki að þau bíði bara heima í vanlíðan.“

Þá segir hún viðbrögðin hafa verið afar sterk. „Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð og myndin er að snerta við fólki. Gummi Fylkis kallar þetta vasaklútamynd. Fólk finnur fyrir þessari reiði foreldranna. Einhverjir áttu erfitt með að trúa því að þetta gæti átt sér stað á Íslandi en áttuðu sig á sama tíma hversu mikill vandi þetta er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars