Útvarpsmennirnir Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason eru miklir félagar og starfa saman á útvarpsstöðinni FM957. Eftir leik Englands og Kólumbíu í gær birti Kjartan færslu á Twitter sem varð til þess að þeir félagar fór að skjóta létt á hvorn annan.
Orðaskiptunum lauk hins vegar snögglega þegar Ríkharð minnti Kjartan á hver væri kóngurinn á FM957. Svar Ríkharðs hefur vakið mikla athygli og þegar þessi frétt er skrifuð hafa vel yfir 200 aðilar líkað við svarið.
Eftir að hafa horft á þennan leik langar mig að heimsækja Minjastofnun.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) July 3, 2018
Sem hefði nú þótt frábær uppskera á þinni skólagöngu.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) July 3, 2018
Já já. Þú ert með þína dúx skólagöngu en ég er samt yfirmaður þinn. Syncaðu það í Beats heyrnartólin þín.
— Rikki G (@RikkiGje) July 3, 2018