Fótboltadrengirnir tólf og þjálfari þeirra, sem setið hafa fastir inn í Tham Luang hellinum frá 23. júní síðastliðinn, eru fundnir. Unnið er að því að koma þeim úr hellinum, en kafarar úr sérsveit tælenska sjóhersins komust til þeirra fyrr í dag.
These are the first images of all 12 boys and their soccer coach. They were found alive in a cave in Thailand. pic.twitter.com/YAkWOihXgg
— Veronica Rocha (@VeronicaRochaLA) July 2, 2018
Guðni Th. forseti deilir fallegri hugleiðingu á Facebooksíðu sinni fyrr í kvöld:
„Vonandi mun björgun fótboltadrengjanna, sem hafa verið fastir í helli dögum saman í Tælandi, ganga vel. Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“