fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Settur ríkisendurskoðandi rukkaði Lindarhvol um 31 milljón króna fyrir endurskoðun og eftirlit

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 1. júlí 2018 13:00

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi varðandi málefni Lindarhvols ehf., þáði rúmar 20 milljónir króna á síðasta ári fyrir endurskoðun ársreiknings félagsins sem og eftirlit með framkvæmd samnings milli þess og ríkisins um sölu á eignum. Í heildina hefur Sigurður innheimt um 31 milljón króna fyrir sín störf á rúmum tveimur árum. Verkefni hans er að mestu leyti lokið en hann á þó enn eftir að skila af sér skýrslu varðandi niðurstöður eftirlitsins. „Ég þarf að gera grein fyrir því í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. DV hefur heimildir fyrir því að innan stjórnsýslunnar hafi hinn mikli kostnaður við störf Sigurðar komið á óvart og sumir telji að hann hafi jafnvel farið út fyrir verksvið sitt. Sigurður vísar því alfarið á bug og segir að verkefni hans sé skýrt í lögum.

Skipaður út af vanhæfni Ríkisendurskoðanda

Í apríl 2016 stofnaði Ríkissjóður Íslands félagið Lindarhvol ehf. til þess að annast umsýslu, fullnustu og sölu þeirra eigna sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fallinna viðskiptabanka og sparisjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Meðal annars var um að ræða hluti í Arion banka, Reitum, Símanum, Lyfju og Klakka, áður Exista, svo eitthvað sé nefnt.

Í stjórn félagsins voru tilnefndir þrír einstaklingar, meðal annars Þórhallur Arason, fyrrverandi skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem var útnefndur stjórnarformaður. Ríkisendurskoðun var falið að endurskoða félagið og hafa eftirlit með framkvæmd samningsins milli þess og ríkisins. Starfandi ríkisendurskoðandi á þeim tíma var Sveinn Arason, bróðir Þórhalls. Hann brást við skipun bróður síns með því að upplýsa ráðuneytið formlega um tengslin og benda á vanhæfi sitt. Niðurstaðan varð sú að áðurnefndur Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, var skipaður settur seturíkisendurskoðandi varðandi málefni Lindarhvols.

32 milljónir í endurskoðun og eftirlit

Þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir varðandi starfsemi Lindarhvols þá er rekstur félagsins frekar einfaldur. Enginn starfsmaður er á launaskrá félagsins. Stjórn félagsins gerði samning við lögfræðistofuna Íslög, sem er í eigu Steinars Þórs Guðgeirssonar, um að halda utan um sölu eignanna. Í ársreikningi ársins 2017 kemur fram að rekstrartekjur félagsins, sem er í raun framlag ríkisins, hafi verið rúmlega 85 milljónir króna. Á móti eru rekstrarkostnaður upp á 48,6 milljónir króna, laun stjórnarmanna voru 16,6 milljónir króna og kostnaður við endurskoðun fyrirtækisins rúmlega 20 milljónir króna.

Í skýringum kemur fram að endurskoðun ársreikningsins hafi kostað tæplega 800 þúsund krónur en eftirlit með framkvæmd samningsins hafi numið um 19,2 milljónum króna árið 2017. Til samanburðar var kostnaðurinn sem Sigurður innheimti um 2,5 milljónir króna árið 2016 og fyrstu fimm mánuði ársins 2018 var kostnaðurinn 8,5 milljónir króna. Alls hefur Sigurður því fengið rúmlega 31 milljón króna fyrir störf sín sem settur ríkisendurskoðandi.

Skipunartími Sigurðar rann út þann 1.maí síðastliðinn þegar Skúli Eggert Þórðarson tók við sem nýr ríkisendurskoðandi af Sveini Arasyni. Þar með var embættið ekki lengur vanhæft til þess að sinna endurskoðun og eftirliti með starfsemi Lindarhvols.

Þörf á auknu fjármagni

Sigurður hefur því að mestu lokið störfum sínum. Hann vinnur nú að því að skila skýrslu um niðurstöðu eftirlitisins. „Þetta voru tvö aðskilin verkefni. Annars vegar endurskoðun á ársreikningi Lindarhvols og hins vegar  eftirlit með framkvæmd samningsins milli Lindarhvols og ríkisins um fullnustu þessara eigna sem tekin voru frá slitabúunum. Það var stóra verkefnið. Ég tel að þörf sé á auknu fjármagni í það eftirlit enda er verkefnið umfangsmikið og gríðarlegir hagsmunir undir,“ segir Sigurður. Hann segir að fljótlega muni hann kynna niðurstöður athugunar sinnar fyrir „réttum aðilum“ og í kjölfarið verði þær gerðar opinberar.

En telur Sigurður að hann hafi farið út fyrir verksvið sitt? „Nei, það er alveg skýrt samkvæmt lögum. Með setningu minni voru mér falin þessi tvö verkefni,“ segir Sigurður.

 

Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt