Íslendingar hafa verið duglegir á Twitter síðustu daga þrátt fyrir hálf ömurlegt veður á höfuðborgarsvæðinu. Heimsmeistramótið í fótbolta er í fullum gangi og tók umræðan um mótið sinn toll á Twitter í vikunni. Sem betur fer var húmorinn aldrei langt undan.
Eins og venjan er á fimmtudögum þá tókum við saman vikuna á Twitter og þar kennir ýmissa grasa. Gjörið svo vel.
Þetta lúkkar eins og fangelsi! Það er greinilega búið að handtaka @hjammi, @jonjonssonmusic, @FridrikDor og svona 100 Íslendinga. Getur einhver haft samband við sendiráð Íslands í Rússlandi. pic.twitter.com/nUDvTZjCKe
— Steindi jR (@SteindiJR) June 26, 2018
Spurði kærastann minn hvort hann hafi keypt uppþvottahanska
“Nei mér finnst það ekki heillandi klæðnaður”Engin svör til við þessu
— Branddís Ásrún (@Branddis_Asrun) June 26, 2018
ER EKKI Í LAGI?! pic.twitter.com/iLaXF3WZdA
— Sigurbergur Elisson (@sigurbergur23) June 26, 2018
Þú hrasaðir, já. Eða þá að þú ert ofbeldismaður. Eigum við að kalla það fullreynt að bjóða fólki upp á að vinna með þessum manni? Eða stendur til að gera fleiri tilraunir? https://t.co/zeJ0NluZvl
— Hildur ♀ (@hillldur) June 25, 2018
Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur. Hann leiðir þó ekki sjálfkrafa til ofbeldishegðunar.
Fjölmiðlar verða að sýna í verki að þegar ofbeldi og ógnandi hegðun er beitt „kastast ekki í kekki” milli fólks. Ofbeldismaðurinn ber einn ábyrgð á sinni hegðun. https://t.co/OWwrsmFdYt
— Asdis Olafsdottir (@asdisolafs) June 26, 2018
Skiptu þessari mynd út fyrir léttklædda landsliðskonu #DoubleStandards pic.twitter.com/b24cLFcwOH
— Magnús Haukur (@Maggihodd) June 26, 2018
pabbi minn á fjögur pör af crocs skóm. eitt sem hann notar bara inni og eitt sem hann kallar spariparið sitt.
þetta er fjölskyldutragedía.
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) June 25, 2018
Hotel Friends í Rússlandi tók sig til og zoomaði inn á FH-merkið, litaði það rautt og notaði sem lógó. Til hvers að flækja hlutina? pic.twitter.com/mjE2GqLbYw
— Friðrik Dór (@FridrikDor) June 25, 2018
Secret Solstice a.k.a. að labba um í laugardalnum og heilsa öllu "frændfólki" þínu og fólki sem þú hefur ekki séð síðan í grunnskóla á meðan að einhver hljómsveit sem brann út á áttunda áratugnum spilar í bakgrunn
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) June 23, 2018
Hvað verður um all the drugs sem foreldraröltið pikkar upp nei bara spyr hvernig kemst ég í þetta rölt
— Berglind Festival (@ergblind) June 24, 2018
5 ára synir mínir að rífast:
F: Þú ert bara ljótur!
M: Nei, þú ert ljótur!!
F: Hættu að segja að ég sé ljótur, þú ert ljótur!!
Þessir vitleysingar eru eineggja tvíburar.#pabbatwitter— Egill (@Agila84) June 27, 2018
*Rússneskur flugvöllur*
Heimir Hallgríms: Góðan daginn, tjékka inn 23 pjakka í flugið til Íslands
Starfsm: Ertu með vegabréfin?
HH: Aron, koddu með passana
Aron: En ég skildi þá eftir
HH: What?!
Aron: Já, þú sagðir okkur að skilja allt eftir á vellinum
HH: Aron …
[dósahlátur]— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2018
Ég er með minningu af mér þriggja ára í sundi að spyrja mjög þétta konu hvort hún sé með átta börn í maganum. Hún svaraði nei níu og ég trúði því í mörg ár.
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) June 27, 2018
Ég sé ekki tilganginn í því að eignast börn. Þau mega ekki drekka svo það er ekki hægt að djamma með þeim og þau mega heldur ekki keyra svo þau geta ekki skutlað manni, þau hanga bara heima og slefa.
— Siffi litli kjeeellll (@SiffiG) June 26, 2018
Ég kvíði því mjög að verða drukkin aftur eftir meðgöngu því ég veit að ég á bara eftir að tala um hvað barnið mitt er vel lukkað og mjúkt við fólk sem langar bara að vera í / fara í sleik.
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) June 24, 2018
SKIL EKKI AFHVERJU FORELTRAR VERA MJOG REIÐIR ÞEGAR EG SPIR HVORT BÖRNINN ÞEIRRA KUNNI EITTHVER TRIX ????
— FINNUR VINNUSIMI (@denverslun) June 24, 2018
Inntökuskilyrði í Hagkaup í Skeifunni eftir 22 á föstudagskvöldum:
*Litað hár
*Tunnel í eyrunum
*Víðar náttbuxur
*Tala ensku við íslenska vini sína.— Kjartan Atli (@kjartansson4) June 23, 2018