Söngkonana Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN eins og hún kallar sig sendi í morgun frá sér nýtt lag og myndband. Lagið heitir Lætur mig en hún fær rapparann Flóna með sér í lið í laginu. Sjáðu myndbandið í spilaranum hér að neðan.
Pródúseratvíeykið, ra:tio, sér um útsetningu lagsins en það er listamaðurinn Elí sem leikstýrir myndbandinu en hann hefur verið að geta sér gott orð í þeim bransa að undanförnu.