fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fréttir

Stefán í vandræðum á bílaplani: „Erfitt fyrir sálartetrið að vera skammaður eins og hundur af ókunnugum manni“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, lenti í óskemmtilegri uppákomu í gær, fimmtudaginn 14. júní, þegar ókunnugur maður húðskammaði hann fyrir að hafa „hurðað“ bíl. Maðurinn var sannfærður um að Stefán væri sökudólgurinn en Stefán 99 prósent viss um að hann hefði ekki gert það, en samt aðeins 99 prósent. Hann segir á Facebook:

„Þessi 1 prósent óvissa gerði það að verkum að ég var sleginn út af laginu í 2-3 tíma á eftir. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera skammaður eins og hundur af ókunnugum manni. Einhvern veginn dregur það úr manni allan mátt.

Ég held að okkur flestum myndi líða svona. Uppákomur eins og þessar slá okkur út af laginu og við náum ekki fullum fókus í nokkurn tíma á eftir. Hvert svona atvik er óþægileg lífsreynsla.“

Stefán tengir þessa reynslu sína á bílastæðinu við starf eiginkonu sinnar, Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanns Vinstri Grænna.

„Konan mín er stjórnmálamaður. Það þýðir að hvern einasta dag sem hún reynir að sinna daglegum verkefnum fær hún á sig gusur frá lítt-eða ókunnugu fólki á samfélagsmiðlum eða á öðrum vettvangi þar sem henni er sagt að hún sé siðblind, fáviti, mútuþæg, vitleysingur eða handbendi illra afla. Þetta er daglega áreitið, sem þú tekur með þér í hvern einasta dag. Þarft að hrista af þér og ákveða að sniðganga.

Ég velti því fyrir mér hversu mikið mér yrði úr verki ef ég byrjaði alla daga á því að láta niðurlægja mig á bílaplani fyrir óljósar sakir. Hversu fókusaður væri ég til að koma einhverju skynsamlegu frá mér?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ekki gefið upp hvort maðurinn sem féll í sjóinn er í lífshættu eða ekki

Ekki gefið upp hvort maðurinn sem féll í sjóinn er í lífshættu eða ekki
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þar til reynt er að lægja öldur með launaleynd. Þá byrjar spillingin“ 

„Þar til reynt er að lægja öldur með launaleynd. Þá byrjar spillingin“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn