fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

KFUM og KFUK biðjast afsökunar: „Við hörmum mjög atvikið sem varð vegna þekkingarskorts starfsmanna”

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. júní 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KFUM og KFUK hafa gefið út yfirlýsingu vegna ljósmyndar sem birtist á Facebook síðu sumarbúðanna Ölvers. Þar mátti sjá manneskju málaða dökka á hörund og með afró hárkollu. Myndbirtingin vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum og ræddi DV við Martinu K. Williams, frá Jamaíku, um málið en hún ákvað að leyfa sjö ára dóttur sinni ekki að fara í sumarbúðirnar.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Mynd úr starfi sumarbúðanna í Ölveri hefur vakið umræðu á samfélagsmiðlum. Við hörmum mjög atvikið sem varð vegna þekkingarskorts starfsmanna.

 

Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt.

 

Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu.

 

Við þökkum allar ábendingar sem hafa borist og tökum þær alvarlega.

Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar
Fréttir
Í gær

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði