Matthías Imsland
1.853.690 kr. á mánuði.
Árið var umhleypingasamt hjá fjárfestinum Matthíasi Imsland sem situr meðal annars í stjórn Isavia og Fríhafnarinnar fyrir Framsóknarflokkinn. Áður var hann framkvæmdastjóri rekstrarsviðs WOW air, forstjóri Iceland Express og aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Í september setti hann glæsihýsi sitt við Hlíðarveg í Kópavogi, sem metið var á 94,5 milljónir, á sölu og flutti í Kórahverfið.
Í maí árið 2018 greindi DV frá því að Matthías hefði, í gegnum eignarhaldsfélagið MPI, fjárfest í tíu íbúðum í Vestmannaeyjum. Heildarkaupverðið á íbúðunum var 130 milljónir króna og er ætlunin að leigja þær út.