Arnþrúður Karlsdóttir
450.001 kr. á mánuði.
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, lenti í ýmsu á liðnu ári. Í haust átti hún hlut í kosningasigri Sigmundar Davíðs og Ingu Sæland. Í allan vetur stóð hún í baráttu við Davíð Þór Jónsson, prest í Laugarneskirkju, vegna lagsins Arnþrúður er full. Pétur Gunnlaugsson, samstarfsfélagi Arnþrúðar, kallaði Davíð Þór „klámklerk“. Í vor var Arnþrúði svo gert að endurgreiða konu sem hafði lagt fé inn á reikning hennar. Arnþrúður sagði að hún hefði verið óheppin með dómara í málinu.