Guðbjörg Matthíasdóttir
480.744 kr. á mánuði.
Guðbjörg Matthíasdóttir þénar vissulega umtalsvert meira en talan hér að ofan gefur til kynna enda hefur hún verið meðal allra ríkustu Íslendinga undanfarin ár og var til dæmis skattadrottning árið 2010.
Guðbjörg hefur átt í ýmsum félögum í gegnum tíðina eins og Glitni banka, Íslensk-ameríska, Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið, og prentsmiðjuna Odda en grundvöllurinn að veldi hennar var lagður í Ísfélagi Vestmannaeyja.
Eitt af félögum hennar hefur barist í bökkum á árinu en það er Kvos þar sem Oddi, Plastprent og Kassagerð Reykjavíkur eru undir. Í upphafi árs var tilkynnt að starfsemi tveggja síðastnefndu fyrirtækjanna yrði hætt og 86 starfsmönnum sagt upp.