Jón Gnarr
90.626 kr. á mánuði.
Borgarstjórinn fyrrverandi og grínistinn Jón Gnarr hefur snúið aftur í útvarpið með þáttunum Tvíhöfða en einnig með eigin þátt, Sirkus Jóns Gnarr, hjá Ríkisútvarpinu. Einnig hefur hann tekið þátt í ýmsum menningarviðburðum svo sem leiksýningu Þjóðleikhússins, Slá í gegn.
Jón er ekki alltaf ódýr því í janúar síðastliðnum bauðst ferðamönnum að fara í leiðsögn um Reykjavík sem bar heitið Frá pönki til pólitíkur. Jón skóf ekkert ofan af því og sagðist vilja hafa milljón á mánuði fyrir 50 prósent vinnu, helst með yfirmannsstöðu og aðstoðarmanneskju.
Jóni lenti saman við sína fyrrverandi félaga í Bjartri framtíð í aðdraganda alþingiskosninganna í október og tók þess í stað að sér ráðgjafastarf fyrir Samfylkinguna.