Margrét Hauksdóttir
1.231.163 kr. á mánuði.
Margrét, sem er lögfræðingur að mennt, tók við embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands árið 2013 en áður hafði hún meðal annars starfað hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Fasteignamati Ríkisins.
Þjóðskrá komst óvænt í deiglu stjórnmálanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor í máli sem tengdist Árneshreppi á Ströndum þar sem hart er deilt um virkjun Hvalár. Íbúafjöldi sveitarfélagsins er sá minnsti á landinu en hækkaði umtalsvert hlutfallslega skömmu fyrir kosningar. Lék grunur á að um sýndarflutninga væri að ræða og hjólaði Þjóðskrá í málið.
Af átján lögheimilisskráningum í Árneshreppi voru ellefu felldar úr gildi en margir hafa gagnrýnt framkvæmdina, til að mynda forsvarskonur Kvennaathvarfsins sem segja að margoft hafi verið reynt að hnekkja lögheimilisskráningum ofbeldismanna í gegnum tíðina án árangurs.