SIndri Þór Stefánsson
Upplýsingar um tekjur fundust ekki.
31 árs gamall Íslendingur, Sindri Þór Stefánsson, komst í heimsfréttirnar þegar hann strauk af fangelsinu að Sogni miðvikudaginn 19. apríl 2018 og komst um borð í flugvél á leið til Svíþjóðar. En í sömu vél var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sindri var grunaður um að hafa stolið hundruðum tölva sem notaðar voru til að grafa eftir bitcoin-mynt. Gæsluvarðhald hans rann hins vegar út og óvissa um hvort hann væri í varðhaldi eða frjáls ferða sinna.
Flóttinn stóð hins vegar stutt yfir hjá Sindra, sem á að baki langan neyslu- og brotaferil, því hann var handtekinn í Amsterdam sunnudaginn 22. apríl.