Eyþór L. Arnalds
883.702 kr. á mánuði.
Undir stjórn Eyþórs varð Sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík. Eins og von er hafa andstæðingar flokksins bent á að niðurstaðan í ár er sú næstversta í sögunni en stuðningsmenn benda á hin ótalmörgu framboð sem í boði voru og því hafi kakan verið minni en vanalega. Burtséð frá öllu öðru þá er Eyþór eflaust harla kátur með niðurstöðuna sem hefur gefið pólitískum ferli hans byr undir báða vængi.
Eyþór hefur verið umsvifamikill fjárfestir en hann er meðal annars stærsti einstaki hluthafi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, auk þess sem hann hefur fjárfest í ferðaþjónustu og iðnaði.