Davíð Oddsson
5.496.862 kr. á mánuði.
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er enn þá í fullu fjöri þrátt fyrir að vera nýorðinn sjötugur.
Davíð tók við ritstjórastólnum árið 2009 eftir að hann hraktist úr stöðu seðlabankastjóra eftir hrun og hefur síðan þá verið langlaunahæsti fjölmiðlamaður landsins. Í tæpan áratug hefur hann skrifað beinskeyttar leiðaragreinar um þjóðmálin og hjólað í bæði pólitíska andstæðinga og samflokksmenn.
Eins og menn muna bauð Davíð sig fram í forsetakosningunum árið 2016 en uppskar þá aðeins fjórða sætið en þá var hann í tímabundnu leyfi frá ritstjórastörfunum.