Elliði Vignisson
1.594.909 kr. á mánuði.
Stærstu tíðindi sveitarstjórnarkosninganna voru þau að meirihlutinn í Vestmannaeyjum féll en mjótt var á munum. Aðeins munaði fimm atkvæðum en til þess að velta Sjálfstæðisflokknum úr sessi þurfti klofningsframboð úr flokknum, auk þess sem talið að afskiptalaus þingmaður flokksins hafi bruggað félögum sínum launráð. Pólitísk gæfa er fallvölt því ekki er langt síðan að Elliði virtist nær ósnertanlegur í Eyjum og var meira að segja talið að hann myndi koma sem stormsveipur inn í landsmálin. Nú bendir allt til að bæjarstjóraferill Elliða sé á enda og pólitísk framtíð hans í óvissu.