fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Tommy Robinson handtekinn og dæmdur í 13 mánaða fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. maí 2018 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn umdeildi breski aðgerðasinni, Tommy Robinson, var handtekinn fyrir utan dómshús í Leeds í gær og dæmdur aðeins nokkrum klukkustundum síðar í 13 mánaða fangelsi. Var honum gefið að sök að ógna almannafriði er hann lét mynda sakborninga í kynferðisbrotamáli.

Tommy, sem þekktastur er fyrir baráttu sína gegn íslamisma á Bretlandi og afar umdeildur vegna framgöngu sinnar í þeirri baráttu, er nú um stundir einna þekktastur hér á landi fyrir að hafa ekki mætt til Íslands á fyrirlestur sem hann hafði samið um að halda í Reykjavík þann 17. maí. Samtökin Vakur stóðu að samkomunni en skýringar sem aðstoðarmenn Tommys gáfu á vanefndunum þóttu grunsamlegar.

Forsaga atviksins í gær er sú að í fyrra var Tommy dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir sambærilegt brot. Hann myndaði þá meinta kynferðisbrotamenn er þeir komu að dómshúsi auk þess að ausa yfir þá svívirðingum. Í gær veittist Tommy ekki að sakborningunum en spurði tvo þeirra nokkuð hlutlausra spurninga. Hann lét hins vegar mynda fyrir utan dómhúsið í meira en klukkustund og sýndi beint á Facebook-síðu sinni.

Áhugi Tommys á réttarhöldunum tengist andófi hans gegn íslam á Bretlandi. Málið sem réttað var í flokkast undir svokölluð „grooming gangs“ mál þar sem menn hafa með skipulögðum hætti tælt unglingsstúlkur og stúlkubörn niður í 11 ára aldur, misnotað kynferðislega, misþyrmt og gert út í vændi. Stór hluti sakborninga í slíkum málum eru múslimar, flestir frá Pakistan. Samtökin Quillan Foundation, sem eru stofnuð af múslimum, birtu skýrslu um þessa glæpi í lok síðasta árs sem sýnir að 84% sakfelldra manna í kynferðisbrotamálum af þessu tagi á Bretlandi frá árinu 2005 séu frá Asíu. Hvítir, karlkyns innfæddir Englendingar séu meirihluti gerenda í kynferðisbrotum gegn börnum en þeir séu yfirleitt einir að verki á meðan Asíubúarnir bindist samtökum um þessa iðju.

Fréttabann á Englandi um málið

Þar sem Tommy telst hafa rofið skilorð með myndatökunum og afskiptunum af sakborningunum í gær var refsingin sem hann var dæmdur til í fyrra fullnustuð. Stuðningsmenn Tommys óttast um velferð hans í fangelsi þar sem hann á sér marga hatursmenn á meðal íslamskra afbrotamanna.

Fréttir af handtökunni í gær voru í mörgum fjölmiðlum, bæði hefðbundnum fjölmiðlum og jaðarmiðlum sem hliðhollir eru Tommy Robinson og skoðunum hans. Hins vegar er ekki að sjá neinar fréttir í enskum miðlum um fangelsisdóminn. Dómarinn gaf út tilskipun um fréttabann á dóminn þar til dæmt hefur verið í máli hinna meintu barnaníðinga. Yfirlýstur tilgangur með því er að koma í veg fyrir að höfð séu áhrif á dómsniðurstöðu í því sakamáli.

Fylgismenn Tommys komust í gær yfir afrit af fréttabannsúrskurðinum og birtu skjáskot af honum á Twitter sem sjá má hér að neðan. Athugið að Tommy Robinson heitir réttu nafni Stephen Yaxley Lennon:

 

Myndaði eigin handtöku

Tommy Robinson myndaði og sýndi beint á Youtube frá handtökunni í gær og má því sjá atvikið í spilaranum hér að neðan:

 

https://www.youtube.com/watch?v=K9gG4vkS-Xc

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Í gær

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnun hafin fyrir syni Árna sem lést eftir að bíll hans féll í Reykjavíkurhöfn – „Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi“

Söfnun hafin fyrir syni Árna sem lést eftir að bíll hans féll í Reykjavíkurhöfn – „Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili