Til blaðsins leitaði einstæð tveggja dætra hafnfirsk móðir, en í morgun varð hún fyrir því óláni að týna umslagi á göngu sinni frá Holtinu í Norðurbæ. Í umslaginu, sem merkt er Íslandsbanka, er ferðasjóður mæðgnanna auk bleikra miða með heiti áfangastaða sem dæturnar voru búnar að óska sér; Spánn og Tenerife. Móðirin er búin að leita eins og hún getur og biðlar til samborgara sinna um að hafa augu opin.
Ef þið getið einhverjar upplýsingar veitt um þetta umslag, endilega hafið samband við Fjarðarpóstinn með því að senda tölvupóst á ritstjorn@fjardarposturinn.is.
Þið megið gjarnan deila færslunni. Kraftaverk geta gerst í litlu samfélagi.
https://www.facebook.com/fjardarpostur/posts/2047747105485300