fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Einar Bárðarson: Fékk ryk í augun yfir góðmennsku bensínafgreiðslumannsins Saif

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 21. maí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar brá sér í betri fötin í gær og fór með fjölskyldu sína í afmælisveislu. Á heimleiðinni var komin rigning og hávaðarok, þegar Einar áttaði sig á að bíllinn var að verða bensínlaus og hjónin höfðu bæði gleymt kortum sínum og veskjum heima.

Nú voru góð ráð dýr: verða bensínlaus úti í umferðinni og bíða eftir björgun, eða láta sig renna inn á næstu bensínstöð og vonast til að hitta einhvern kunnugan til að slá lán eða skilja eftir verðmæti á bensínstöðinni, dæla nokkrum bensíndropum og sækja svo kortið heim og borga.

Það sem gerðist næst olli því að Einar fékk ryk í augun og sömuleiðis um tvö þúsund Facebookvinir hans sem þegar hafa lesið, skrifað athugasemdir við eða deilt Facebook stöðufærslu hans frá í gær. Við mælum líka með að þú lesir og deilir áfram ef þér líkaði lesturinn.

Við gefum Einari orðið:

„Í slagveðurs rigningu og hávaðaroki í gærkvöldi á leiðinni heim úr stuttu en vel heppnuðu innliti og afmælisboði til vinkonu okkar þá átta ég mig á því að það eru 2km eftir af eldsneyti eftir á bílnum. Fjölskyldan orðin lúin og ca 7-8 kílómetrar eftir heim og góð ráð, ja … ekki ódýr allavega. Mér hafði hreinlega yfirsést tankstaðan á leiðinni í afmælið.

Ég náði að láta bílinn renna og aka til skiptis þangað til ég náði að renna inn á Orkan/10-11 stöðina fyrir neðan Smáralind. Þar stóð 0km eftir af eldsneyti á mælinu. Bíllinn var þó allavega ekki búinn að drepa á sér og ég var búinn að koma bílnum við hliðina á dælu. Nú var bara að fara inn og græja þetta.

NEMA HVAÐ þar sem við rennum upp á bensínstöðinni áttum við hjónin okkur að við erum bæði veskis- og kortlaus. Sem er stundum fylgifiskur þess að maður fer í fínu fötin og kortin verða eftir í hverdagsdressinu.

Við erum semsagt þarna í öskrandi rigningu og roki búin að koma bílnum að dælu en til að bæta gráu ofan á svart erum við bæði kort og peningalaus og dóttirinn telur upp úr vasanum sínum 51 krónu sem í heimi olíurisana eru náttúrulega ekki peningar.

Ég labba inn í stöðina í þeirri von að rekast á einhvern sem ég kannski þekki eða eitthvað í þeim dúr en svo var ekki. Eini sem fyrir var var afgreiðslumaður af erlendu bergi brotinn sem kunni svo sem ekki mikið í íslensku en á ensku gat ég útskýrt fyrir honum hvernig fyrir mér var komið og hvort að fyrirtækið gæti unnið þetta eitthvað með mér. Hvort ég mætti skilja símann eftir eða úrið mitt sem tryggingu fyrir 1000 eða 2000 krónum af eldsneyti. Ég myndi dæla, koma fjölskyldunni heim, ná í veskið og koma og borga?

Maðurinn var mjög skilningsríkur. Hann hugsaði aðeins og velti þessu fyrir sér og byrjaði svo eitthvað að eiga við símann sinn og svo setti hann inneign inn á Orku kort og rétti mér. Ég vildi að hann tæki símann minn eða úr eða eitthvað í tryggingu en hann vildi ekki heyra á það minnst.
Til að gera langa sögu stutta dæli ég á bílinn, kem fjöllunni heim og tek kortið og kem til baka.

Þá er orðið aðeins rólegra og ég hitti aftur á bjargvættinn minn. Kaupi inn eitthvað smotterí og bið um að borga. Þá kemur í ljós að ég verð að borga vörurnar sér og ég skildi þetta ekki alveg í fyrstu. En svo útskýrði hann fyrir mér að hann sjálfur hefði nú bara lánað mér eldsneytið og borgað það með með appi úr símanum (sem ég hafði séð hann gera þarna fyrr um kvöldið en ekki alveg fattað hvað hann var að gera). Hann mátti því líklega ekki lána mér eldsneyti félagsins en honum fannst ekkert mál að lána mér bláókunugum manninum af eigin pening og taka enga tryggingu fyrir.

Ég var svo snortinn yfir þessu hjá unga manninum og þakklátur að ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér. Ég endurgreiddi manninum fyrir lánið á peningunum og sagðist vera honum innilega þakklátur. Ég spurði hann til nafns og hann sagðist heita Saif. Ég spurði hvaðan hann væri kominn og hann sagði mér að hann væri frá Palestínu.

Þá fékk ég nú bara ryk í augun. Eftir nokkuð erfiða viku sem var við það að enda í því að ég sæti bensínlaus í hávaðarigningu og roki seint á laugardagskvöldi með fjölskylduna með mér. Þá var það ungur maður sem flúið hafði heimalandið sökum átaka og yfirvofandi ógnar sem bjargaði mér og andlitinu á mér.

Hann hjálpaði mér án tryggingar og án málalenginga með eigin peningum. Hann lét mér aldrei liða illa eða asnalega yfir því að vera alveg upp á náð og miskunn hans kominn.

Ég þakkaði Saif enn og aftur innilega fyrir vinsemdina sem hann sýndi mér og fjölskyldunni minni. Ég þurfti svo að færa mig því fleiri voru komnir að versla. Ég yfirgaf bensínstöðina hálf ringlaður af kærleik og umhyggju þessa manns.

Mér langaði bara að deila þessari örsögu úr borginni. Það er til fólk sem er mjög á móti því að fólk eins og Saif komi til landsins og setjist hér að.

Hugsum það aðeins.“

Lestu einnig: Gunnþór Sigurðsson: Samhugur ríkti í eldhúsi Samhjálpar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“